„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 08:00 Valsarar fögnuðu fræknum sigri gegn Ferencváros í fyrrakvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals. Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira