Leikmenn Ástralíu ýta á eftir mannréttindum í Katar fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 11:30 Ástralía spilar á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Bradley Kanaris Leikmenn ástralska karlalandsliðsins í fótbolta senda frá sér skýr og sterk skilaboð í myndbandi, nú þegar styttist í að þeir spili á HM í Katar, þar sem þeir kalla eftir auknum mannréttindum í Katar. Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira