Jóhannes Tómasson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 07:32 Jóhannes Tómasson. Aðsend Jóhannes Tómasson, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, er látinn, sjötugur að aldri. Hann starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu en tók árið 2006 við starfi upplýsingafulltrúa samgönguráðuneytisins, síðar innanríkisráðuneytisins, og starfaði þar í tólf ár með níu ráðherrum. Í tilkynningu frá aðstandendum kemur fram að Jóhannes hafi fæðst í Reykjavík 28. febrúar 1952. Hann hafi látist á Landspítala Fossvogi 28. október 2022, eftir snarpa og krefjandi baráttu við krabbamein. „Foreldrar hans voru Anna Jóhannesdóttir húsfreyja, f. á Seyðisfirði 30.10.1924, d. 6.5.2018 og Tómas Árni Jónasson læknir f. á Ísafirði 05.10.1923, d. 5.11.2016. Jóhannes kvæntist 20. september 1975 eftirlifandi eiginkonu sinni Málfríði Finnbogadóttur f. í Reykjavík 21.01.1954. Þau eiga þrjú börn; Helga, útsendingarstjóra, f. 30.03.1976, Önnu, kennara, f. 12.08.1978 og Þórdísi, myndlistarmann, f. 15.10.1979. Jóhannes og Málfríður eiga átta barnabörn. Jóhannes ólst upp hjá foreldrum sínum fyrst í Súðavík, síðar í Detroit í Bandaríkunum þar sem Tómas stundaði framhaldsnám og þar hófst skólaganga Jóhannesar í leikskóla. Eftir heimkomuna tók við nám í Ísaksskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíðaskóla og Gaggó Aust. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og stundaði síðan nám í Kennaraháskóla Íslands. Jóhannes sótti ótal námskeið og fræðslu sem tengdist blaðamennsku og útgáfu. Jóhannes hafði meirapróf í akstri og árið 2012 lauk hann diplómanámi í flugrekstrarfræði frá Keili. Hann starfaði við blaðamennsku og útgáfustörf frá árinu 1976 þegar hann hóf störf á Morgunblaðinu. Eftir nokkurra ára starf þar var hann meðal annars ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins og starfaði nokkur ár að upplýsinga- og fræðslumálum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og sinnti meðfram því ritstörfum fyrir ýmsa aðila í lausamennsku. Árið 1997 sneri hann aftur til starfa hjá Morgunblaðinu, en árið 2006 var Jóhannes ráðinn upplýsingafulltrúi Samgönguráðuneytisins, síðar Innanríkisráðuneyti og starfaði þar í tólf ár með níu ráðherrum; ýmist innanríkis-, dómsmála- eða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrar. Eftir að föstum störfum lauk fékkst hann við ýmis verkefni m.a. ritun bókar um Björn Pálsson flugmann sem væntanleg er snemma næsta árs. Einnig nýtti hann meiraprófið og greip í akstur, þar á meðal afleysingar við akstur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Jóhannes var alla tíð virkur í félagsstörfum. Hann var félagi í Blaðamannafélagi Íslands og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, sat meðal annars í verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna og í siðanefnd félagsins. Hann var sæmdur gullmerki BÍ árið 2017. Þá sat Jóhannes í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur í mörg ár, sem formaður árin 1999-2007 og kosinn heiðursfélagi Krabbameinsfélags Íslands árið 2009. Einnig sat hann í stjórn Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um tíma. Jóhannes var alla tíð áhugamaður um flug og flugöryggi og sótti ráðstefnur um þau málefni ásamt stjórnarsetu í Þristavinafélaginu. Á sínum yngri árum söng hann í Æskulýðskór KFUM og KFUK, með sönghópnum Kórbroti og síðar með Mótettukórnum og var félagi í Kristilegum skólasamtökum og Kristilegu stúdentafélagi. Jóhannes spilaði badminton með félögum sínum tvisvar í viku í áratugi, las mikið og hafði ánægju af að ferðast bæði innanlands og utan og hefur víða farið og margs notið með fjölskyldu og vinum,“ segir í tilkynningunni. Andlát Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Í tilkynningu frá aðstandendum kemur fram að Jóhannes hafi fæðst í Reykjavík 28. febrúar 1952. Hann hafi látist á Landspítala Fossvogi 28. október 2022, eftir snarpa og krefjandi baráttu við krabbamein. „Foreldrar hans voru Anna Jóhannesdóttir húsfreyja, f. á Seyðisfirði 30.10.1924, d. 6.5.2018 og Tómas Árni Jónasson læknir f. á Ísafirði 05.10.1923, d. 5.11.2016. Jóhannes kvæntist 20. september 1975 eftirlifandi eiginkonu sinni Málfríði Finnbogadóttur f. í Reykjavík 21.01.1954. Þau eiga þrjú börn; Helga, útsendingarstjóra, f. 30.03.1976, Önnu, kennara, f. 12.08.1978 og Þórdísi, myndlistarmann, f. 15.10.1979. Jóhannes og Málfríður eiga átta barnabörn. Jóhannes ólst upp hjá foreldrum sínum fyrst í Súðavík, síðar í Detroit í Bandaríkunum þar sem Tómas stundaði framhaldsnám og þar hófst skólaganga Jóhannesar í leikskóla. Eftir heimkomuna tók við nám í Ísaksskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíðaskóla og Gaggó Aust. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og stundaði síðan nám í Kennaraháskóla Íslands. Jóhannes sótti ótal námskeið og fræðslu sem tengdist blaðamennsku og útgáfu. Jóhannes hafði meirapróf í akstri og árið 2012 lauk hann diplómanámi í flugrekstrarfræði frá Keili. Hann starfaði við blaðamennsku og útgáfustörf frá árinu 1976 þegar hann hóf störf á Morgunblaðinu. Eftir nokkurra ára starf þar var hann meðal annars ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins og starfaði nokkur ár að upplýsinga- og fræðslumálum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og sinnti meðfram því ritstörfum fyrir ýmsa aðila í lausamennsku. Árið 1997 sneri hann aftur til starfa hjá Morgunblaðinu, en árið 2006 var Jóhannes ráðinn upplýsingafulltrúi Samgönguráðuneytisins, síðar Innanríkisráðuneyti og starfaði þar í tólf ár með níu ráðherrum; ýmist innanríkis-, dómsmála- eða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrar. Eftir að föstum störfum lauk fékkst hann við ýmis verkefni m.a. ritun bókar um Björn Pálsson flugmann sem væntanleg er snemma næsta árs. Einnig nýtti hann meiraprófið og greip í akstur, þar á meðal afleysingar við akstur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Jóhannes var alla tíð virkur í félagsstörfum. Hann var félagi í Blaðamannafélagi Íslands og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, sat meðal annars í verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna og í siðanefnd félagsins. Hann var sæmdur gullmerki BÍ árið 2017. Þá sat Jóhannes í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur í mörg ár, sem formaður árin 1999-2007 og kosinn heiðursfélagi Krabbameinsfélags Íslands árið 2009. Einnig sat hann í stjórn Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um tíma. Jóhannes var alla tíð áhugamaður um flug og flugöryggi og sótti ráðstefnur um þau málefni ásamt stjórnarsetu í Þristavinafélaginu. Á sínum yngri árum söng hann í Æskulýðskór KFUM og KFUK, með sönghópnum Kórbroti og síðar með Mótettukórnum og var félagi í Kristilegum skólasamtökum og Kristilegu stúdentafélagi. Jóhannes spilaði badminton með félögum sínum tvisvar í viku í áratugi, las mikið og hafði ánægju af að ferðast bæði innanlands og utan og hefur víða farið og margs notið með fjölskyldu og vinum,“ segir í tilkynningunni.
Andlát Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira