Mark Hákons Arnars tryggði FCK stig gegn Dortmund 2. nóvember 2022 22:09 Hákon Arnar skýtur að marki Dortmund í leiknum í kvöld. Vísir/AP Mark Hákons Arnar kom á 41.mínútu þegar hann skoraði með laglegu skoti úr teignum eftir sendingu frá Svíanum Victor Claesson. Áður hafði Thorgen Hazard komið Dortmund yfir. Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson byrjuðu báðir á varamannabekk FCK í kvöld. Ísak kom inn sem varamaður á 70.mínútu og Orri Steinn á 79.mínútu. FCK lýkur keppni í Meistaradeildinni í neðsta sæti G-riðils með tvö lið. Liðið gerði tvö jafntefli á heimavelli sínum í keppninni, annars vegar í kvöld gegn Dortmund og hins vegar gegn Manchester City sem vann riðilinn örugglega. Hægt er að sjá mark Hákons Arnar í fréttinni hér að ofan en hann var valinn maður leiksins í kvöld af UEFA. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Mark Hákons Arnar kom á 41.mínútu þegar hann skoraði með laglegu skoti úr teignum eftir sendingu frá Svíanum Victor Claesson. Áður hafði Thorgen Hazard komið Dortmund yfir. Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson byrjuðu báðir á varamannabekk FCK í kvöld. Ísak kom inn sem varamaður á 70.mínútu og Orri Steinn á 79.mínútu. FCK lýkur keppni í Meistaradeildinni í neðsta sæti G-riðils með tvö lið. Liðið gerði tvö jafntefli á heimavelli sínum í keppninni, annars vegar í kvöld gegn Dortmund og hins vegar gegn Manchester City sem vann riðilinn örugglega. Hægt er að sjá mark Hákons Arnar í fréttinni hér að ofan en hann var valinn maður leiksins í kvöld af UEFA.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti