Var með Ariönu Grande á milli brjóstanna í hópkynlífssenu á Ítalíu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 13:30 Ólafur Darri rifjar upp furðulegasta atriði sem hann hefur leikið í. Það var hópkynlífssena með Owen Wilson og Ariönu Grande í kvikmyndinni Zoolander 2. Getty/Stephanie Cardianale/Steve Granitz „Ég er svona einn af þessum leikurum sem er athyglissjúkur intróvert,“ segir Ólafur Darri Ólafsson. Ólafur var gestur Gústa B í Veislunni á FM957 þar sem hann ræddi meðal annars um vináttu hans og Ben Stillers, fyrstu kynnin við Jennifer Aniston og hópkynlífssenu sem hann lék í með Owen Wilson og tónlistarkonunni Ariönu Grande. Ólafur fer með hlutverk í myndinni Sumarljós og svo kemur nóttin sem sýnd er í kvikmyndahúsum þessa dagana. „Mér fannst þessi mynd æðisleg - og ég er ekkert vanur að segja þetta um myndir sem ég leik í,“ segir hann, enda myndin byggð á einni af uppáhalds bókum Ólafs. Sjá einnig: Dynjandi lófatak á frumsýningu Sumarljós og svo kemur nóttin Nándarþjálfarar kynntir til leiks í kjölfar Me Too Í myndinni er þó nokkuð um nándar- og nektarsenur og segist Ólafur vel geta skilið að fólk sé forvitið um hvernig tökur á slíkum senum fara fram. „Þetta er náttúrlega mjög skrítinn hluti af starfinu. Ég er iðulega allsber í kvikmyndum eða leikhúsi. Þetta er ekkert sérlega skemmtilegt. Þetta er örugglega erfiðast ef maður kann ekki vel við manneskjuna sem maður þarf að eiga í djúpu ástarsambandi við.“ Ólafur segist hafa heyrt af mörgum svoleiðis tilfellum úr bransanum, þó svo hann hafi aldrei lent í því sjálfur. Hann segir þó að umgjörðin í kringum svona senur hafi breyst mikið í kjölfar Me Too-byltingarinnar. „Það eru komnar svona betri leikreglur í þessu. Það eru líka komnir svokallaðir nándarþjálfarar. Það er fólk sem tekur að sér að vera svona milliliður og ákveða hvað á að gera og hvernig. Ef það stendur í handritinu að við eigum að kyssast og sofa saman, þá hittast þær manneskjur og þá er talað um það hvernig þetta verður gert. Erum við að fara kysstast með tungu eða ekki? Ef ég kem við þig, er ég þá að fara koma við brjóstið á þér?,“ útskýrir Ólafur. Þannig sé tekin sameiginleg ákvörðun um það hvernig þessi atriði fari fram til þess að öllum líði sem best. Blóðgaði Ben Stiller og hélt að hann yrði rekinn Ólafur hefur leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri, bæði hérlendis og erlendis. Hefur hann þar af leiðandi umgengst mikið af frægustu leikurum heims. Hann lék í kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty árið 2013 og rifjar hann það upp þegar hann hitti leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, í fyrsta sinn í prufum fyrir myndina. Þá átti hann að leika á móti Stiller og áttu þeir meðal annars að æfa slagsmálasenu. „Ben er ekkert stærsti maðurinn í heiminum sko. Á meðan ég þarf að passa hvar ég sest, ég er svo mikið tröll,“ segir Ólafur sem kunni ekki við það að taka á Stiller. Það fór þó svo að Ólafur landaði hlutverkinu. Við tökur á slagsmálasenunni blóðgaði hann Stiller og var hann handviss um að hann yrði rekinn. Svo varð þó aldeilis ekki og úr varð mikil vinátta á milli Ólafs Darra og Ben Stillers. „Ben elskar Ísland. Honum finnst þetta æðislegt land og ég veit að hann myndi stökkva á það hratt og örugglega ef hann fengi tækifæri til þess að gera aðra bíómynd á Íslandi. Hann er frábær leikstjóri. Hann hjálpaði mér svo mikið.“ „Jennifer Aniston er dásemd“ Aðspurður hvenær Ólafur hafi verið hvað mest stjörnustrokinn (e. starstruck) segir hann það hafa verið þegar hann hitti leikkonuna Jennifer Aniston í fyrsta sinn. „Ég hitti hana fyrst þegar hún var í tökum í New York. Ég var sem betur fer með sólgleraugu, augun sukku bara í miðjuna fyrir aftan sólgleraugun. Konan mín var með mér og hún talaði við Jennifer á meðan ég sagði bara svona þrjú orð.“ Sjá: Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ Leiðir þeirra lágu svo saman á ný þegar þau fóru bæði með hlutverk í myndinni Murder Mistery árið 2019. Ólafur Darri kom varla upp orði þegar hann hitti stórleikkonuna Jennifer Aniston í fyrsta sinn.Getty/Amy Sussman Ólafur rifjar það upp þegar dætur hans heimsóttu hann á settið og hann kynnti þær fyrir Aniston. Það var svo ekki fyrr en um tveimur árum síðar, þegar eldri dóttir hans byrjaði að horfa á Friends, sem hún áttaði sig á því hvaða kona þetta hefði verið sem hún hefði hitt. „Jennifer er algjör dásemd. Ég elskaði Friends svo mikið, ég hef örugglega horft á það átta sinnum í gegn. Þannig ég dýrka hana. Mér finnst hún bara svo stórkostleg,“ segir Ólafur. Lék í hópkynlífssenu með Ariönu Grande Í þættinum rifjar Ólafur upp eina skrautlegustu senu sem hann hefur leikið í á sínum ferli. Þá var hann staddur á Ítalíu við tökur á kvikmyndinni Zoolander 2. „Þetta er svona fyndnasta „namedrop“ atriði sem ég hef verið í. Mér leið svolítið eins og ég væri inni í Bjössa Bollu brandaranum í Fóstbræðrum. Þarna var ég sem sagt að leika í hópkynlífssenu með Ariönu Grande. Á einhverjum tímapunkti var hún svona á milli brjóstanna á mér,“ rifjar Ólafur upp. Þá voru fleiri stórleikarar í atriðinu eins og Owen Wilson, Susan Sarandon og Kiefer Sutherland. Drakk sódavatn og hlustaði á Kiefer spila á gítar „Ég man að ég var að labba út úr trailernum mínum og þá situr Kiefer Sutherland þar og er að spila á gítar og sest hjá honum og fæ mér eina sódó og hlusta á Kiefer spila á gítar,“ en hann segir það hafa verið afar óraunverulegt augnablik. Ólafur segist hins vegar ekki hafa verið stjörnustrokinn þegar hann hitti Ariönu Grande. Honum þyki þetta merkilegra í dag en honum þótti þá. „Ég hef hlustað miklu meira á hana eftir þetta. Hún var alveg yndisleg og henni fannst ekkert erfitt að koma á milli brjóstanna á mér. En þetta var alveg fáránlegasta sena sem ég hef leikið í.“ Hér að neðan má hlusta á Veisluna með Gústa B í heild sinni en viðtalið við Ólaf Darra hefst á mínútu 1:04:34. Bíó og sjónvarp Hollywood FM957 Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49 Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. 19. júlí 2022 13:02 Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: „Mamma mín bara bjargaði lífi mínu“ Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. 16. júní 2020 11:29 Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ „Mín svona "star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína. 23. október 2015 15:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira
Ólafur fer með hlutverk í myndinni Sumarljós og svo kemur nóttin sem sýnd er í kvikmyndahúsum þessa dagana. „Mér fannst þessi mynd æðisleg - og ég er ekkert vanur að segja þetta um myndir sem ég leik í,“ segir hann, enda myndin byggð á einni af uppáhalds bókum Ólafs. Sjá einnig: Dynjandi lófatak á frumsýningu Sumarljós og svo kemur nóttin Nándarþjálfarar kynntir til leiks í kjölfar Me Too Í myndinni er þó nokkuð um nándar- og nektarsenur og segist Ólafur vel geta skilið að fólk sé forvitið um hvernig tökur á slíkum senum fara fram. „Þetta er náttúrlega mjög skrítinn hluti af starfinu. Ég er iðulega allsber í kvikmyndum eða leikhúsi. Þetta er ekkert sérlega skemmtilegt. Þetta er örugglega erfiðast ef maður kann ekki vel við manneskjuna sem maður þarf að eiga í djúpu ástarsambandi við.“ Ólafur segist hafa heyrt af mörgum svoleiðis tilfellum úr bransanum, þó svo hann hafi aldrei lent í því sjálfur. Hann segir þó að umgjörðin í kringum svona senur hafi breyst mikið í kjölfar Me Too-byltingarinnar. „Það eru komnar svona betri leikreglur í þessu. Það eru líka komnir svokallaðir nándarþjálfarar. Það er fólk sem tekur að sér að vera svona milliliður og ákveða hvað á að gera og hvernig. Ef það stendur í handritinu að við eigum að kyssast og sofa saman, þá hittast þær manneskjur og þá er talað um það hvernig þetta verður gert. Erum við að fara kysstast með tungu eða ekki? Ef ég kem við þig, er ég þá að fara koma við brjóstið á þér?,“ útskýrir Ólafur. Þannig sé tekin sameiginleg ákvörðun um það hvernig þessi atriði fari fram til þess að öllum líði sem best. Blóðgaði Ben Stiller og hélt að hann yrði rekinn Ólafur hefur leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri, bæði hérlendis og erlendis. Hefur hann þar af leiðandi umgengst mikið af frægustu leikurum heims. Hann lék í kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty árið 2013 og rifjar hann það upp þegar hann hitti leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, í fyrsta sinn í prufum fyrir myndina. Þá átti hann að leika á móti Stiller og áttu þeir meðal annars að æfa slagsmálasenu. „Ben er ekkert stærsti maðurinn í heiminum sko. Á meðan ég þarf að passa hvar ég sest, ég er svo mikið tröll,“ segir Ólafur sem kunni ekki við það að taka á Stiller. Það fór þó svo að Ólafur landaði hlutverkinu. Við tökur á slagsmálasenunni blóðgaði hann Stiller og var hann handviss um að hann yrði rekinn. Svo varð þó aldeilis ekki og úr varð mikil vinátta á milli Ólafs Darra og Ben Stillers. „Ben elskar Ísland. Honum finnst þetta æðislegt land og ég veit að hann myndi stökkva á það hratt og örugglega ef hann fengi tækifæri til þess að gera aðra bíómynd á Íslandi. Hann er frábær leikstjóri. Hann hjálpaði mér svo mikið.“ „Jennifer Aniston er dásemd“ Aðspurður hvenær Ólafur hafi verið hvað mest stjörnustrokinn (e. starstruck) segir hann það hafa verið þegar hann hitti leikkonuna Jennifer Aniston í fyrsta sinn. „Ég hitti hana fyrst þegar hún var í tökum í New York. Ég var sem betur fer með sólgleraugu, augun sukku bara í miðjuna fyrir aftan sólgleraugun. Konan mín var með mér og hún talaði við Jennifer á meðan ég sagði bara svona þrjú orð.“ Sjá: Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ Leiðir þeirra lágu svo saman á ný þegar þau fóru bæði með hlutverk í myndinni Murder Mistery árið 2019. Ólafur Darri kom varla upp orði þegar hann hitti stórleikkonuna Jennifer Aniston í fyrsta sinn.Getty/Amy Sussman Ólafur rifjar það upp þegar dætur hans heimsóttu hann á settið og hann kynnti þær fyrir Aniston. Það var svo ekki fyrr en um tveimur árum síðar, þegar eldri dóttir hans byrjaði að horfa á Friends, sem hún áttaði sig á því hvaða kona þetta hefði verið sem hún hefði hitt. „Jennifer er algjör dásemd. Ég elskaði Friends svo mikið, ég hef örugglega horft á það átta sinnum í gegn. Þannig ég dýrka hana. Mér finnst hún bara svo stórkostleg,“ segir Ólafur. Lék í hópkynlífssenu með Ariönu Grande Í þættinum rifjar Ólafur upp eina skrautlegustu senu sem hann hefur leikið í á sínum ferli. Þá var hann staddur á Ítalíu við tökur á kvikmyndinni Zoolander 2. „Þetta er svona fyndnasta „namedrop“ atriði sem ég hef verið í. Mér leið svolítið eins og ég væri inni í Bjössa Bollu brandaranum í Fóstbræðrum. Þarna var ég sem sagt að leika í hópkynlífssenu með Ariönu Grande. Á einhverjum tímapunkti var hún svona á milli brjóstanna á mér,“ rifjar Ólafur upp. Þá voru fleiri stórleikarar í atriðinu eins og Owen Wilson, Susan Sarandon og Kiefer Sutherland. Drakk sódavatn og hlustaði á Kiefer spila á gítar „Ég man að ég var að labba út úr trailernum mínum og þá situr Kiefer Sutherland þar og er að spila á gítar og sest hjá honum og fæ mér eina sódó og hlusta á Kiefer spila á gítar,“ en hann segir það hafa verið afar óraunverulegt augnablik. Ólafur segist hins vegar ekki hafa verið stjörnustrokinn þegar hann hitti Ariönu Grande. Honum þyki þetta merkilegra í dag en honum þótti þá. „Ég hef hlustað miklu meira á hana eftir þetta. Hún var alveg yndisleg og henni fannst ekkert erfitt að koma á milli brjóstanna á mér. En þetta var alveg fáránlegasta sena sem ég hef leikið í.“ Hér að neðan má hlusta á Veisluna með Gústa B í heild sinni en viðtalið við Ólaf Darra hefst á mínútu 1:04:34.
Bíó og sjónvarp Hollywood FM957 Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49 Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. 19. júlí 2022 13:02 Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: „Mamma mín bara bjargaði lífi mínu“ Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. 16. júní 2020 11:29 Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ „Mín svona "star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína. 23. október 2015 15:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira
Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49
Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. 19. júlí 2022 13:02
Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00
Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: „Mamma mín bara bjargaði lífi mínu“ Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. 16. júní 2020 11:29
Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ „Mín svona "star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína. 23. október 2015 15:30