Airwaves er nú haldin í fyrsta skipti eftir kórónuveirufaraldurinn. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að sérstakur viðbúnaður hafi verið vegna þess en einnig hafi lögregla haft almennt eftirlit með skemmtistöðum, hávaða og réttindum dyravarða.
Mikið er sagt hafa verið um ölvunartengd minniháttar mál, ölvuðum hafi verið ekið heim og þeir aðstoðaðir með öðrum hætti. Í einu tilfelli var lögregluskýrsla skrifuð vegna réttindaleysis dyravarða.