Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 12:22 Twitter hefur verið mikilvægur vettvangur áreiðanlegra upplýsinga um kosningar í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Með hópuppsögn gærdagsins er teymið sem vann að kosningamálum úr sögunni. AP/Gregory Bull Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir. Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir.
Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57