Tveir milljarðar dollara eru tæplega 300 milljarðar íslenskra króna. Viðkomandi lottóvinningshafi var sá eini sem var með allar fimm tölur réttar auk bónustölunnar.
Heildarpotturinn var 2,04 milljarðar dollara, hæsti lottóvinningur í sögu lottós á heimsvísu. Sigurvegarinn hefur nú val um að þiggja eingreiðslu upp á 997 milljónir dollara, um 144 milljarða dollar íslenskra króna, eða fá alla upphæðina greidda í skömmtum árlega næstu 29 árin.
Powerball-lottóið er spilað í 45 af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna.