Fótbolti

L'Équipe: Mane missir af HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane fann strax að það væri eitthvað mikið að.
Sadio Mane fann strax að það væri eitthvað mikið að. Getty/Harry Langer

Franska stórblaðið L'Équipe hefur heimildir fyrir því að meiðsli Sadio Mané séu það alvarleg að hann missi af heimsmeistaramótinu í Katar.

Ein versta martröð Senegala að varð að veruleika í gær þegar stórstjarna liðsins meiddist aðeins þrettán dögum fyrir HM í Katar þar sem Afríkumeistararnir ætla sér stóra hluti.

Sadio Mané fór meiddur af velli eftir aðeins tuttugu mínútna leik hjá Bayern á móti Werder Bremen í gær.

L'Équipe segir að Mane sé meiddur á sin í kringum hnéð og að slík meiðsli þýðir að minnsta kosti nokkra vikna fjarveru.

Heimsmeistaramótið fer fram frá 20. nóvember til 18. desember en fyrsti leikur Senegal er á móti Hollandi 21. nóvember.

Aliou Cissé, þjálfari Senegal, mun tilkynna HM-hópinn sinn á föstudaginn.

Mané hefur spilað alla leiki Senegal á árinu og tryggði liðinu Afríkumeistaratitilinn í janúar. Hann varð annar í baráttunni um Gullhnöttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×