B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 11:01 Marcus Rashford og félagar í enska landsliðinu rétt misstu af Evrópumeistaratitlinum sumarið 2021. Getty/ Visionhaus Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Á næstu dögum tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það B-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Pólitísk tengsl þjóðanna í B-riðlinum eru vissulega af flóknari gerðinni og þar spilar líka fótboltaþjóðin mikla sem bíður og bíður eftir að fótboltinn komi loksins heim. Englendingar hafa farið langt á síðustu tveimur stórmótum og er enn á ný að reyna að enda 56 ára bið eftir titli eða allt frá því að þeir urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1966. Enska liðið fær vissulega krefjandi verkefni strax í riðlakeppninni enda allir mótherjarnir inn á topp tuttugu yfir bestu knattspyrnuþjóðir heims. Englendingar eru þó langefstir í fimmta sætinu og pressan er á þeim að fara áfram. Raheem Sterling á ferðinni með enska landsliðinu. Hann hefur spilað vel með landsliðinu þótt hlutirnir gangi ekki alltaf upp með félagsliðinu.Getty/Eddie Keogh Þjóðirnar í B-riðlinum: England er á sínu sextánda HM og því sjöunda í röð Bandaríkin er á sínu ellefta HM og því fyrsta frá 2014 Wales er á öðru HM og því fyrsta frá 1958 Íran er á sínu sjötta HM og því þriðja í röð - Besti árangur þjóðanna í B-riðli í HM sögunni: England: Heimsmeistari á heimavelli (1966) Bandaríkin: Þriðja sæti (1930) Wales: Átta liða úrslit (1958) Íran: Aldrei komist upp úr riðlinum Ensku landsliðskonurnar sýndu körlunum hvernig á að gera þetta síðasta sumar og það hafa þær bandarísku einnig gert þótt að bandaríska landsliðið hafi verið langt frá því að afreka eitthvað í líkingu við það. Bandaríkjamenn voru fyrir nokkrum árum með ungt og spennandi lið og þeir sitja í dag í sextánda sæti heimslistans sem er aðeins lægra en þegar þeir fóru hæst í ellefta sætið í fyrra. Þeir eru mættir aftur á HM eftir að hafa misst af mótinu 2018 og komust í sextán liða úrslitin bæði 2010 og 2014. Bandaríska landsliðið hefur ekki verið nógu sannfærandi á þessu ári og rétt sluppu í gegnum undankeppnina í Norður- og Mið-Ameríku. Það var mikið látið með ungu leikmenn liðsins á síðustu árum en þrátt fyrir að vera margir komnir í stóru liðin í Evrópu þá eru fáir þeirra í stórum hlutverkum. Bandaríkjamenn búa vissulega að því að Englendingar hafa aldrei unnið þá á HM en báðir tapið 1950 og jafntefli 2010 þóttu mikil skömm fyrir þá ensku á sínum tíma. Harry Kane og Phil Foden eru í stórum hlutverkum hjá enska landsliðinu.Getty/Emmanuele Ciancaglini Svona komust þjóðirnar í B-riðli á HM: 15. nóvember 2021: England vann I-riðilinn í undankeppni UEFA 27. janúar 2022: Íran vann sinn riðil í þriðju umferð undankeppni Asíu 30. mars 2022: Þriðja sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku 5. júní 2022: Wales vann umspil UEFA um laust sæti - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 5. sæti - England 16. sæti - Bandaríkin 19. sæti - Wales 20. sæti - Íran Enska landsliðið var hársbreidd frá því að vinna Evrópumótið fyrir einu og hálfu ári síðan en töpuðu þá í vítakeppni í úrslitaleiknum. Liðið hafði fram að því verið mjög sannfærandi undir stjórn Gareth Southgate en árið í ár hefur ekki verið dans á rósum. Fyrir vikið hafa væntingar heimsins til enska liðsins minnkað en það má bóka það að pressan heima fyrir verður á sínum stað eins og venjulega enda engir betri í því að ofmeta sína leikmenn en Englendingar sjálfir. Sýnd veiði en ekki gefin en kannski íranska landsliðið sem hefur verið vaxandi með hverri heimsmeistarakeppni og var nálægt því að skilja Portúgal eftir í riðlinum á HM í Rússlandi 2018. Það er vissulega ófremdarástand heima fyrir hjá Írönum þar sem mótmæli og barátta fyrir sjálfsögðum mannréttindum hefur sett allt á annan endann í landinu. Leikmennirnir sjálfir hafa flestir sagt þeir styðji við bakið á fólkinu en þeir spila samt fyrir knattspyrnusamband sem vildi þagga niðri í þeim. Hvaða áhrif þetta hefur á liðið og leikmennina á eftir að koma í ljós. Lokaleikur Írans í riðlinum er kjarnorkuslagur á móti Bandaríkjunum og fyrir fram er líklegt að sá leikur gæti skipt miklu máli um hvaða lið fer upp úr riðlinum. Wales komst á HM í gegnum umspilið og er með innan sinna raða eina stærstu stjörnu riðilsins sem er nýkrýndur bandarískur meistari Gareth Bale. Bale hefur oftar en ekki gert útslagið fyrir þjóð sína inn á knattspyrnuvellinum og gott dæmi um það er EM 2016 þegar velska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Velska liðið mætir því enska í lokaleik og þar á bæ væru menn meira en til í að gera stóru nágrönnum sínum grikk í þeim leik. Gareth Southgate hefur gert flotta hluti með enska landsliðið.Getty/Robbie Jay Barratt Þjálfarar liðanna í B-riðlinum: England - Hinn 52 ára gamli Gareth Southgate hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2016 en lék sjálfur 57 landsleiki frá 1995 til 2004. Bandaríkin - Hinn 49 ára gamli Gregg Berhalter hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2018 en lék sjálfur 44 landsleiki frá 1994 til 2006. Wales - Hinn 48 ára gamli Rob Page hefur þjálfað landsliðið frá 2020 en hann var áður þjálfari 21 árs landsliðsins og lék einnig 41 landsleik sjálfur frá 1996 til 2005. Íran - Hinn 69 ára Portúgali Carlos Queiroz tók við landsliðinu í ár í annað skiptið en hann var einnig þjálfari þess frá 2011 til 2019. Hann þjálfaði landslið Kólumbíu og Egyptalands í millitíðinni. Christian Pulisic fær mun meiri ábyrgð hjá bandaríska landsliðinu en hjá félagsliðum sínum.Getty/Shaun Botterill/ Stærstu stjörnurnar: Harry Kane (England) - 29 ára framherji Tottenham sem varð markakóngur síðasta heimsmeistaramóts, hefur þrívegið orðið markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað 51 mark í 75 landsleikjum. Phil Foden (England) - 22 ára sóknarmaður Manchester City sem hefur skorað sex mörk í þrettán leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Christian Pulisic (Bandaríkin) - 24 ára sóknarmaður Chelsea sem hefur þegar skorað 21 mark í 52 landsleikjum en er nú á leið á sitt fyrsta HM. Weston McKennie (Bandaríkin) - 24 ára sóknarmaður Juventus sem er á sínu þriðja tímabili í Seríu A eftir að hafa leikið áður með Schalke 04. Gareth Bale (Wales) - 33 ára sóknarmaður Los Angeles FC sem Real Madrid gerði á sínum tíma að dýrasta knattspyrnumanni heims. Hefur skorað 40 mörk í 108 landsleikjum fyrir Wales eða meira en nokkur annar. Aaron Ramsey (Wales) - 31 árs miðjumaður franska liðsins Nice sem lék áður með Juventus og þar áður 369 leiki með Arsenal. Hefur skorað tuttugu mörk fyrir landsliðið. Mehdi Taremi (Íran) - 30 ára framherji Porto sem skoraði fimm mörk fyrir portúgalska liðið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sardar Azmoun (Íran) - 27 ára framherji Bayer Leverkusen sem kom þangað frá rússneska félaginu Zenit Saint Petersburg í ársbyrjun. Jude Bellingham hefur verið mikið orðaður við Liverpool.Getty/Lars Baron Fylgist með þessum: Jude Bellingham (England) - 19 ára miðjumaður Borussia Dortmund sem stóru liðin í Evrópu keppast um eftir frábærra frammistöðu hans í leiðtogahlutverki hjá þýska liðinu. Er með sjö mörk af miðjunni í deild og Meistaradeild í vetur. Bukayo Saka (England) - 21 árs miðjumaður Arsenal sem hefur slegið á hægri væng topplið ensku úrvalsdeildarinnar og var í stóru hlutverki í silfurliði Englands á EM. Yunus Musah (Bandaríkin) - 19 ára miðjumaður Valencia sem hefur þegar unnið sér inn sæti á miðju landsliðsins og þykir efni í háklassa miðjumann. Brennan Johnson (Wales) - 21 árs sóknarmaður Nottingham Forest sem skoraði sextán mörk í ensku b-deildinni í fyrra. Getty/Matthew Ashton Leikirnir í B-riðlinum Mánudagur 21. nóvember: England - Íran (Klukkan 13.00) Mánudagur 21. nóvember: Bandaríkin - Wales (Klukkan 19.00) Föstudagur 25. nóvember: Wales - Íran (Klukkan 10.00) Föstudagur 25. nóvember: England - Bandaríkin (Klukkan 19.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Wales - England (Klukkan 19.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Íran - Bandaríkin (Klukkan 19.00) HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Á næstu dögum tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það B-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Pólitísk tengsl þjóðanna í B-riðlinum eru vissulega af flóknari gerðinni og þar spilar líka fótboltaþjóðin mikla sem bíður og bíður eftir að fótboltinn komi loksins heim. Englendingar hafa farið langt á síðustu tveimur stórmótum og er enn á ný að reyna að enda 56 ára bið eftir titli eða allt frá því að þeir urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1966. Enska liðið fær vissulega krefjandi verkefni strax í riðlakeppninni enda allir mótherjarnir inn á topp tuttugu yfir bestu knattspyrnuþjóðir heims. Englendingar eru þó langefstir í fimmta sætinu og pressan er á þeim að fara áfram. Raheem Sterling á ferðinni með enska landsliðinu. Hann hefur spilað vel með landsliðinu þótt hlutirnir gangi ekki alltaf upp með félagsliðinu.Getty/Eddie Keogh Þjóðirnar í B-riðlinum: England er á sínu sextánda HM og því sjöunda í röð Bandaríkin er á sínu ellefta HM og því fyrsta frá 2014 Wales er á öðru HM og því fyrsta frá 1958 Íran er á sínu sjötta HM og því þriðja í röð - Besti árangur þjóðanna í B-riðli í HM sögunni: England: Heimsmeistari á heimavelli (1966) Bandaríkin: Þriðja sæti (1930) Wales: Átta liða úrslit (1958) Íran: Aldrei komist upp úr riðlinum Ensku landsliðskonurnar sýndu körlunum hvernig á að gera þetta síðasta sumar og það hafa þær bandarísku einnig gert þótt að bandaríska landsliðið hafi verið langt frá því að afreka eitthvað í líkingu við það. Bandaríkjamenn voru fyrir nokkrum árum með ungt og spennandi lið og þeir sitja í dag í sextánda sæti heimslistans sem er aðeins lægra en þegar þeir fóru hæst í ellefta sætið í fyrra. Þeir eru mættir aftur á HM eftir að hafa misst af mótinu 2018 og komust í sextán liða úrslitin bæði 2010 og 2014. Bandaríska landsliðið hefur ekki verið nógu sannfærandi á þessu ári og rétt sluppu í gegnum undankeppnina í Norður- og Mið-Ameríku. Það var mikið látið með ungu leikmenn liðsins á síðustu árum en þrátt fyrir að vera margir komnir í stóru liðin í Evrópu þá eru fáir þeirra í stórum hlutverkum. Bandaríkjamenn búa vissulega að því að Englendingar hafa aldrei unnið þá á HM en báðir tapið 1950 og jafntefli 2010 þóttu mikil skömm fyrir þá ensku á sínum tíma. Harry Kane og Phil Foden eru í stórum hlutverkum hjá enska landsliðinu.Getty/Emmanuele Ciancaglini Svona komust þjóðirnar í B-riðli á HM: 15. nóvember 2021: England vann I-riðilinn í undankeppni UEFA 27. janúar 2022: Íran vann sinn riðil í þriðju umferð undankeppni Asíu 30. mars 2022: Þriðja sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku 5. júní 2022: Wales vann umspil UEFA um laust sæti - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 5. sæti - England 16. sæti - Bandaríkin 19. sæti - Wales 20. sæti - Íran Enska landsliðið var hársbreidd frá því að vinna Evrópumótið fyrir einu og hálfu ári síðan en töpuðu þá í vítakeppni í úrslitaleiknum. Liðið hafði fram að því verið mjög sannfærandi undir stjórn Gareth Southgate en árið í ár hefur ekki verið dans á rósum. Fyrir vikið hafa væntingar heimsins til enska liðsins minnkað en það má bóka það að pressan heima fyrir verður á sínum stað eins og venjulega enda engir betri í því að ofmeta sína leikmenn en Englendingar sjálfir. Sýnd veiði en ekki gefin en kannski íranska landsliðið sem hefur verið vaxandi með hverri heimsmeistarakeppni og var nálægt því að skilja Portúgal eftir í riðlinum á HM í Rússlandi 2018. Það er vissulega ófremdarástand heima fyrir hjá Írönum þar sem mótmæli og barátta fyrir sjálfsögðum mannréttindum hefur sett allt á annan endann í landinu. Leikmennirnir sjálfir hafa flestir sagt þeir styðji við bakið á fólkinu en þeir spila samt fyrir knattspyrnusamband sem vildi þagga niðri í þeim. Hvaða áhrif þetta hefur á liðið og leikmennina á eftir að koma í ljós. Lokaleikur Írans í riðlinum er kjarnorkuslagur á móti Bandaríkjunum og fyrir fram er líklegt að sá leikur gæti skipt miklu máli um hvaða lið fer upp úr riðlinum. Wales komst á HM í gegnum umspilið og er með innan sinna raða eina stærstu stjörnu riðilsins sem er nýkrýndur bandarískur meistari Gareth Bale. Bale hefur oftar en ekki gert útslagið fyrir þjóð sína inn á knattspyrnuvellinum og gott dæmi um það er EM 2016 þegar velska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Velska liðið mætir því enska í lokaleik og þar á bæ væru menn meira en til í að gera stóru nágrönnum sínum grikk í þeim leik. Gareth Southgate hefur gert flotta hluti með enska landsliðið.Getty/Robbie Jay Barratt Þjálfarar liðanna í B-riðlinum: England - Hinn 52 ára gamli Gareth Southgate hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2016 en lék sjálfur 57 landsleiki frá 1995 til 2004. Bandaríkin - Hinn 49 ára gamli Gregg Berhalter hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2018 en lék sjálfur 44 landsleiki frá 1994 til 2006. Wales - Hinn 48 ára gamli Rob Page hefur þjálfað landsliðið frá 2020 en hann var áður þjálfari 21 árs landsliðsins og lék einnig 41 landsleik sjálfur frá 1996 til 2005. Íran - Hinn 69 ára Portúgali Carlos Queiroz tók við landsliðinu í ár í annað skiptið en hann var einnig þjálfari þess frá 2011 til 2019. Hann þjálfaði landslið Kólumbíu og Egyptalands í millitíðinni. Christian Pulisic fær mun meiri ábyrgð hjá bandaríska landsliðinu en hjá félagsliðum sínum.Getty/Shaun Botterill/ Stærstu stjörnurnar: Harry Kane (England) - 29 ára framherji Tottenham sem varð markakóngur síðasta heimsmeistaramóts, hefur þrívegið orðið markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað 51 mark í 75 landsleikjum. Phil Foden (England) - 22 ára sóknarmaður Manchester City sem hefur skorað sex mörk í þrettán leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Christian Pulisic (Bandaríkin) - 24 ára sóknarmaður Chelsea sem hefur þegar skorað 21 mark í 52 landsleikjum en er nú á leið á sitt fyrsta HM. Weston McKennie (Bandaríkin) - 24 ára sóknarmaður Juventus sem er á sínu þriðja tímabili í Seríu A eftir að hafa leikið áður með Schalke 04. Gareth Bale (Wales) - 33 ára sóknarmaður Los Angeles FC sem Real Madrid gerði á sínum tíma að dýrasta knattspyrnumanni heims. Hefur skorað 40 mörk í 108 landsleikjum fyrir Wales eða meira en nokkur annar. Aaron Ramsey (Wales) - 31 árs miðjumaður franska liðsins Nice sem lék áður með Juventus og þar áður 369 leiki með Arsenal. Hefur skorað tuttugu mörk fyrir landsliðið. Mehdi Taremi (Íran) - 30 ára framherji Porto sem skoraði fimm mörk fyrir portúgalska liðið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sardar Azmoun (Íran) - 27 ára framherji Bayer Leverkusen sem kom þangað frá rússneska félaginu Zenit Saint Petersburg í ársbyrjun. Jude Bellingham hefur verið mikið orðaður við Liverpool.Getty/Lars Baron Fylgist með þessum: Jude Bellingham (England) - 19 ára miðjumaður Borussia Dortmund sem stóru liðin í Evrópu keppast um eftir frábærra frammistöðu hans í leiðtogahlutverki hjá þýska liðinu. Er með sjö mörk af miðjunni í deild og Meistaradeild í vetur. Bukayo Saka (England) - 21 árs miðjumaður Arsenal sem hefur slegið á hægri væng topplið ensku úrvalsdeildarinnar og var í stóru hlutverki í silfurliði Englands á EM. Yunus Musah (Bandaríkin) - 19 ára miðjumaður Valencia sem hefur þegar unnið sér inn sæti á miðju landsliðsins og þykir efni í háklassa miðjumann. Brennan Johnson (Wales) - 21 árs sóknarmaður Nottingham Forest sem skoraði sextán mörk í ensku b-deildinni í fyrra. Getty/Matthew Ashton Leikirnir í B-riðlinum Mánudagur 21. nóvember: England - Íran (Klukkan 13.00) Mánudagur 21. nóvember: Bandaríkin - Wales (Klukkan 19.00) Föstudagur 25. nóvember: Wales - Íran (Klukkan 10.00) Föstudagur 25. nóvember: England - Bandaríkin (Klukkan 19.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Wales - England (Klukkan 19.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Íran - Bandaríkin (Klukkan 19.00)
Þjóðirnar í B-riðlinum: England er á sínu sextánda HM og því sjöunda í röð Bandaríkin er á sínu ellefta HM og því fyrsta frá 2014 Wales er á öðru HM og því fyrsta frá 1958 Íran er á sínu sjötta HM og því þriðja í röð - Besti árangur þjóðanna í B-riðli í HM sögunni: England: Heimsmeistari á heimavelli (1966) Bandaríkin: Þriðja sæti (1930) Wales: Átta liða úrslit (1958) Íran: Aldrei komist upp úr riðlinum
Svona komust þjóðirnar í B-riðli á HM: 15. nóvember 2021: England vann I-riðilinn í undankeppni UEFA 27. janúar 2022: Íran vann sinn riðil í þriðju umferð undankeppni Asíu 30. mars 2022: Þriðja sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku 5. júní 2022: Wales vann umspil UEFA um laust sæti - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 5. sæti - England 16. sæti - Bandaríkin 19. sæti - Wales 20. sæti - Íran
Leikirnir í B-riðlinum Mánudagur 21. nóvember: England - Íran (Klukkan 13.00) Mánudagur 21. nóvember: Bandaríkin - Wales (Klukkan 19.00) Föstudagur 25. nóvember: Wales - Íran (Klukkan 10.00) Föstudagur 25. nóvember: England - Bandaríkin (Klukkan 19.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Wales - England (Klukkan 19.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Íran - Bandaríkin (Klukkan 19.00)
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira