Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. nóvember 2022 19:49 Telma Tómasson, fréttamaður (t.v.) og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Ef litið er til talna hjá AP má sjá að Demókratar hafa tryggt sér 176 sæti og Repúblikanar 204 í fulltrúadeildinni. Mjórra er á munum í baráttunni um öldungadeildina, þar hafa Demókratar tryggt sér 48 sæti og Repúblikanar 49. Þar þurfa Repúblikanar að ná 51 sæti til þess að ná meirihluta en Demókratar 50 þar sem varaforsetinn er að þessu sinni Demókrati. Telma Tómasson, fréttamaður okkar ræddi við Silju um stöðuna nú í kvöldfréttum. Það lítur út fyrir að Demókratar haldi velli í öldungadeildinni, telst það mikill sigur fyrir þau og Biden? „Já þetta er í raun og veru mjög óvæntur og mikill árangur. Öldungadeildin var alltaf frekar tæp en það að halda 50 jafnvel fara upp í 51, það er betri árangur heldur en ég held að flestir hafi búist við. Með síðan þeim svona varnarsigri að missa ekki meira úr fulltrúadeildinni, það er mjög óvenjulegt og það er mjög fáheyrt líka að minnihlutinn, flokkurinn í stjórnarandstöðu nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Sérstaklega þegar forseti er jafn óvinsæll eins og Biden er þannig að Biden held ég að hljóti að fagna varnarsigri í dag,“ sagði Silja Bára. Svo er það Donald Trump, hvað segja þessar niðurstöður um hugsanlegt framboð hans og sigurlíkur ef það gengur eftir? „Það virðist vera sem að Trump hafi í raun og veru laskað framboð Repúblikana mjög víða. Það eru kandídatar sem hann studdi og í raun og veru kom í framboð í gegnum prófkjör flokksins sem að eru að tapa, til dæmis í Pennsylvaníu. Þannig að það er líklegt að það verði horft kannski aðeins öðruvísi á hann heldur en hefur verið gert oft áður,“ sagði Silja Bára. Í kvöldfréttum kom fram að getgátur væru uppi um það að Repúblikaninn Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, sem hlaut endurkjör í kosningunum, myndi bjóða sig fram til forseta. Jafnvel gegn Donald Trump sjálfum. Silja segir greinilegt að Trump sé hræddur við það að DeSantis fari á móti honum, hann óttist að tapa. „En hvort að Trump kostar flokkinn í raun og veru meira í næstu kosningum heldur en hann hefur fram að færa, það er stóra spurningin,“ segir Silja Bára að lokum. Hér að ofan má sjá viðtalið við Silju en það hefst á 02:15. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Trump hótar DeSantis Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár. 9. nóvember 2022 07:55 „Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun 8. nóvember 2022 11:34 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Ef litið er til talna hjá AP má sjá að Demókratar hafa tryggt sér 176 sæti og Repúblikanar 204 í fulltrúadeildinni. Mjórra er á munum í baráttunni um öldungadeildina, þar hafa Demókratar tryggt sér 48 sæti og Repúblikanar 49. Þar þurfa Repúblikanar að ná 51 sæti til þess að ná meirihluta en Demókratar 50 þar sem varaforsetinn er að þessu sinni Demókrati. Telma Tómasson, fréttamaður okkar ræddi við Silju um stöðuna nú í kvöldfréttum. Það lítur út fyrir að Demókratar haldi velli í öldungadeildinni, telst það mikill sigur fyrir þau og Biden? „Já þetta er í raun og veru mjög óvæntur og mikill árangur. Öldungadeildin var alltaf frekar tæp en það að halda 50 jafnvel fara upp í 51, það er betri árangur heldur en ég held að flestir hafi búist við. Með síðan þeim svona varnarsigri að missa ekki meira úr fulltrúadeildinni, það er mjög óvenjulegt og það er mjög fáheyrt líka að minnihlutinn, flokkurinn í stjórnarandstöðu nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Sérstaklega þegar forseti er jafn óvinsæll eins og Biden er þannig að Biden held ég að hljóti að fagna varnarsigri í dag,“ sagði Silja Bára. Svo er það Donald Trump, hvað segja þessar niðurstöður um hugsanlegt framboð hans og sigurlíkur ef það gengur eftir? „Það virðist vera sem að Trump hafi í raun og veru laskað framboð Repúblikana mjög víða. Það eru kandídatar sem hann studdi og í raun og veru kom í framboð í gegnum prófkjör flokksins sem að eru að tapa, til dæmis í Pennsylvaníu. Þannig að það er líklegt að það verði horft kannski aðeins öðruvísi á hann heldur en hefur verið gert oft áður,“ sagði Silja Bára. Í kvöldfréttum kom fram að getgátur væru uppi um það að Repúblikaninn Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, sem hlaut endurkjör í kosningunum, myndi bjóða sig fram til forseta. Jafnvel gegn Donald Trump sjálfum. Silja segir greinilegt að Trump sé hræddur við það að DeSantis fari á móti honum, hann óttist að tapa. „En hvort að Trump kostar flokkinn í raun og veru meira í næstu kosningum heldur en hann hefur fram að færa, það er stóra spurningin,“ segir Silja Bára að lokum. Hér að ofan má sjá viðtalið við Silju en það hefst á 02:15.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Trump hótar DeSantis Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár. 9. nóvember 2022 07:55 „Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun 8. nóvember 2022 11:34 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18
Trump hótar DeSantis Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár. 9. nóvember 2022 07:55
„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun 8. nóvember 2022 11:34
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01