Hommapar í kynningu Sviss fyrir HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2022 15:30 Haris Seferovic og Granit Xhaka eru á sínum stað í svissneska hópnum sem kynntur var með skemmtilegu myndbandi í gær. Getty/Justin Setterfield Svisslendingar nýttu fólkið í landinu til að kynna í myndbandi hópinn sem fer á heimsmeistaramótið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Í myndbandinu er meðal annars hommapar en samkynhneigð er ólögleg í Katar, þar sem HM fer fram. Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg) HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira