Perry tekur við kvennaliði KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 15:11 Perry Mclachlan á hliðarlínunni hjá Þór/KA síðasta sumar. Vísir/Diego KR hefur samið við Perry Mclachlan um að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í KR en liðið spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. KR segir frá þessu á heimasíðu sinni. Með Perry í þjálfarateyminu verða Vignir Snær Stefánsson aðstoðarþjálfari og Melkorka Rán Hafliðadóttir styrktarþjálfari. Perry hefur starfað við þjálfun á Íslandi frá árinu 2019, fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Þórs á Akureyri ásamt því að sinna markmannsþjálfun hjá félaginu. Hann tók svo við þjálfun Hamranna og var jafnframt ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Þórs/KA fyrir tímabilið 2021. Hann var síðan annar af aðalþjálfurum liðsins á nýafstöðnu tímabili en hætti eftir tímabilið. Eins fram kemur í frétt á heimasíðu KR þá hefur Perry einnig töluverða reynslu af þjálfun á Englandi og í Bandaríkjunum. Hann var meðal annars hjá kvennaliði Chelsea sem og akademíu drengja og stúlkna í félaginu og um tíma við markmannsþjálfun hjá Crystal Palace og yfirþjálfari stúlkna- og drengjaliða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Perry er nú að ljúka við UEFA-A gráðu í þjálfun. Vignir Snær Stefánsson hefur verið við þjálfun yngri flokka hjá Gróttu/KR síðustu misseri og var aðstoðarþjálfari hjá Gróttu í 2. deild kvenna í sumar. Melkorka Rán Hafliðadóttir, sem kemur einnig inn í þjálfarateymið mun sjá um styrktarþjálfun liðsins. Melkorka sem á að baki afreksíþróttaferil í frjálsum og er í meistaranámi í íþróttafræði hjá HR þekkir vel til í KR þar sem hún sinnti styrktarþjálfun meistaraflokks karla á nýliðnu tímabili og að hluta hjá kvennaliðinu. Perry Mclachlan sá KR-liðið taka fjögur stig og skora sex mörk í tveimur leikjum á móti liði hans, Þór/KA, síðasta sumar. KR fékk aðeins sex stig og skoraði samtals fjórtán mörk í öllum hinum sextán leikjunum sínum. KR Besta deild kvenna Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Með Perry í þjálfarateyminu verða Vignir Snær Stefánsson aðstoðarþjálfari og Melkorka Rán Hafliðadóttir styrktarþjálfari. Perry hefur starfað við þjálfun á Íslandi frá árinu 2019, fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Þórs á Akureyri ásamt því að sinna markmannsþjálfun hjá félaginu. Hann tók svo við þjálfun Hamranna og var jafnframt ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Þórs/KA fyrir tímabilið 2021. Hann var síðan annar af aðalþjálfurum liðsins á nýafstöðnu tímabili en hætti eftir tímabilið. Eins fram kemur í frétt á heimasíðu KR þá hefur Perry einnig töluverða reynslu af þjálfun á Englandi og í Bandaríkjunum. Hann var meðal annars hjá kvennaliði Chelsea sem og akademíu drengja og stúlkna í félaginu og um tíma við markmannsþjálfun hjá Crystal Palace og yfirþjálfari stúlkna- og drengjaliða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Perry er nú að ljúka við UEFA-A gráðu í þjálfun. Vignir Snær Stefánsson hefur verið við þjálfun yngri flokka hjá Gróttu/KR síðustu misseri og var aðstoðarþjálfari hjá Gróttu í 2. deild kvenna í sumar. Melkorka Rán Hafliðadóttir, sem kemur einnig inn í þjálfarateymið mun sjá um styrktarþjálfun liðsins. Melkorka sem á að baki afreksíþróttaferil í frjálsum og er í meistaranámi í íþróttafræði hjá HR þekkir vel til í KR þar sem hún sinnti styrktarþjálfun meistaraflokks karla á nýliðnu tímabili og að hluta hjá kvennaliðinu. Perry Mclachlan sá KR-liðið taka fjögur stig og skora sex mörk í tveimur leikjum á móti liði hans, Þór/KA, síðasta sumar. KR fékk aðeins sex stig og skoraði samtals fjórtán mörk í öllum hinum sextán leikjunum sínum.
KR Besta deild kvenna Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira