E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2022 11:00 Síðustu tvö mót hjá Þjóðverjum, HM 2018 og EM 2020, hafa verið vonbrigði. Er þetta síðasti séns Thomasar Müller á stórmótstitli? Pool/Getty Images Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Á næstu dögum tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það E-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Þýskaland og Spánn skipa riðilinn ásamt Kosta Ríku og Japan og gera flestir ráð fyrir að fyrrnefndu liðin tvö fari auðveldlega upp úr riðlinum. Auðvelt verkefni átti hins vegar að blasa fyrir Þjóðverjum á síðasta móti en þá vann liðið aðeins einn leik og varð neðst í riðli með Svíþjóð, Mexíkó og Suður-Kóreu. Spánverjar unnu sömuleiðis aðeins einn leik á HM í Rússlandi, gegn Íran, en urðu þrátt fyrir það efstir í sínum riðli eftir jafntefli við Portúgal og Marokkó. Í kjölfarið féllu þeir úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap fyrir heimamönnum. Þjóðirnar í E-riðlinum: Spánn er á HM í sextánda sinn og hefur komist á hvert mót síðan 1978 Þýskaland er á HM í tuttugasta sinn og hefur komist á hvert mót síðan 1950 Japan er á HM í sjöunda sinn og hefur tekið þátt á hverju móti frá 1998 Kosta Ríka er á HM í sjötta sinn og því þriðja í röð Besti árangur þjóðanna í E-riðli í HM sögunni: Spánn: Heimsmeistari (2010) Þýskaland: Heimsmeistari (1954, 1974, 1990 og 2014) Japan: 16-liða úrslit (2002, 2010, 2018) Kosta Ríka: Átta liða úrslit (2014) Japanar komust í fyrsta skipti á HM 1998 og hefur verið fastagestur á mótinu síðan. Liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslitin en þó komist þangað reglulega, þar á meðal 2018 þegar liðið skildi Senegal og Pólland eftir áður en liðið tapaði naumlega, 3-2 fyrir bronsliði Belgíu í næstu umferð. Varnarmennirnir Maya Yoshida, sem lék lengi með Southampton, Yuto Nagatomo, sem var í Inter í fjölmörg ár, og Hiroki Sakai eru röngu megin við þrítugt en Takehiro Tomiyasu úr Arsenal er án efa sterkastur í vörn Japana. Þá eru léttleikandi leikmenn fram á við í fyrrum Púllaranum Takumi Minamino, Daichi Kamada úr Frankfurt og ungstirninu Takefusa Kubo sem leikur með Real Sociedad. Takehiro Tomiyasu er stærsta nafnið í japanska liðinu og þarf að eiga gott mót, líkt og aðrir varnarmenn liðsins.Kaz Photography/Getty Images Lið Kosta Ríku hefur reynslu af því að sparka upp fyrir sig. Frægt er þegar liðið vann dauðariðil mótsins árið 2014 þegar búist við að það fengi í besta falli eitt stig gegn Ítalíu, Englandi og Úrúgvæ. Þeir unnu Úrúgvæ og Ítali áður en þeir gerðu markalaust jafntefli við England í lokaleiknum. Stjörnurnar úr því liði Kosta Ríku eru flestar enn í hópi liðsins en komnar til ára sinna og heilluðu fáa þegar liðið féll út í riðlakeppninni á HM 2018. Bryan Ruiz (146 landsleikir) er 37 ára, Celso Borges (155 leikir) er 34 ára og Keylor Navas 35 ára. Joel Campbell er ekki lengur efnilegur kantmaður Arsenal heldur þrítugur leikmaður León í Mexíkó og Bryan Oviedo er 32 ára bakvörður í MLS-deildinni, sem áður lék með Everton. Það er þó fjöldi ungra og efnilegri leikmanna í hópnum og verður áhugavert að sjá þá fóta sig á stóra sviðinu. Bryan Ruiz er enn fastamaður hjá Kosta Ríku þrátt fyrir háan aldur.Joe Allison/Getty Images Svona komust þjóðirnar í E-riðli á HM: 11. október 2021: Þýskaland vann J-riðil í undankeppni UEFA 14. nóvember 2021: Spánn vann B-riðil í undankeppni UEFA 24. mars 2022: Japan lenti í öðru sæti í B-riðli í undankeppni AFC (á eftir Sádi-Arabíu) 14. júní 2022: Kosta Ríka lagði Nýja-Sjáland 1-0 í álfuumspili Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 7. sæti - Spánn 11. sæti - Þýskaland 24. sæti - Japan 31. sæti - Kosta Ríka Spánn og Þýskaland munu mætast í fjórða sinn á heimsmeistaramóti en (Vestur) Þýskaland vann 1966 og 1982 en á HM 1994 skildu liðin jöfn. Síðast áttust liðin við í Þjóðadeildinni í nóvember 2020 en þá vann Spánn afgerandi 6-0 sigur á þeim þýsku þar sem Ferran Torres skoraði þrennu. Spánn vann Þýskaland 6-0 síðast þegar liðin mættust, þann 17. nóvember 2020 í Þjóðadeildinni.Burak Akbulut/Anadolu Agency via Getty Images Það vantar ekki reynsluna af því að vinna heimsmeistaratitil í þýska hópinn en fjórir leikmenn sem unnu HM 2014 eru á leið til Katar. Það er eflaust síðasti séns fyrir fyrirliðann Manuel Neuer og Thomas Müller að bæta við gulli, en þá voru Matthias Ginter og Mario Götze einnig í liðinu fyrir átta árum. Þrjú ár eru síðan Götze var síðast í þýska landsliðshópnum en nokkuð óvænt þykir að hann hafi verið kallaður til á ný. Enginn Toni Kroos er með þýska liðinu en hann hætti að leika fyrir landsliðið eftir EM í fyrra. Götze tryggði Þýskalandi sigurinn í úrslitaleik HM 2014.vísir/getty Sergio Busquets er eini heimsmeistarinn í spænska hópnum en hann vann HM árið 2010. Hann er fyrirliði liðsins en áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk hans verður þar sem hann er í samkeppni við Rodri, leikmann Manchester City, um stöðu - en sá síðarnefndi þykir einn besti varnartengiliður heims um þessar mundir. Sergio Ramos er hvergi sjáanlegur í spænska hópnum, enda verið utan hans síðustu misseri. Þjálfarar liðanna í A-riðlinum: Spánn – Hinn 52 ára gamli Luis Enrique tók við Spáni eftir HM 2018 og hefur þjálfað síðan, þó með fjögurra mánaða pásu 2019 vegna andláts dóttur hans. Þjálfaði áður Roma, Celta Vigo og Barcelona og spilaði sjálfur 62 landsleiki milli 1991 og 2002. Þýskaland - Hinn 57 ára gamli Hansi Flick tók við Þýskalandi eftir EM síðasta sumar af Joachim Löw. Vann þrennuna sem stjóri Bayern Munchen 2019-20 en var áður aðstoðarþjálfari Löw með landsliðið frá 2006 til 2014. Japan - Hinn 54 ára gamli Hajime Moriyasu tók við landsliðinu af Akira Nishino eftir HM 2018 en var aðstoðarþjálfari á því móti. Þjálfaði áður Sanfrecce Hiroshima í Japan frá 2012 til 2017 og spilaði sjálfur 35 landsleiki milli 1992 og 1996. Kosta Ríka – Hinn 62 ára gamli Luis Fernando Suárez frá Kólumbíu tók við liðinu í fyrra. Hefur stýrt fjölmörgum liðum í Ekvador, Kólumbíu og Perú sem dæmi. Hefur tvisvar farið á HM sem þjálfari, með Ekvador 2006 og með Hondúras 2014. Luis Enrique vann tvo spænska meistaratitla sem þjálfari Barcelona 2014 til 2017.Denis Doyle/Getty Images Stærstu stjörnurnar: Pedri (Spánn) – 19 ára miðjumaður Barcelona. Var óvænt einn mikilvægasti hlekkur liðsins á EM síðasta sumar þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall. Fór í kjölfarið beint á Ólympíuleikana í Japan og galt fyrir það á meiðslamiklu tímabili í fyrra, eftir að hafa leikið heila leiktíð með Börsungum og á tveimur stórmótum sama sumarið. Hefur verið heill í ár og er ári eldri en síðasta sumar. Aymeric Laporte (Spánn) – 28 ára miðvörður Manchester City. Kom óvænt inn í liðið fyrir EM í fyrra eftir að hafa gefist upp á bið eftir kalli frá Didier Deschamps hjá Frakklandi. Hefur lítið spilað fyrir Manchester City í vetur en mun þurfa að stýra vörninni. Joshua Kimmich (Þýskaland) – 27 ára miðjumaður Bayern München. Herforingi á miðju Þýskalands í sóknarsinnuðum pressubolta liðsins. Verið á meðal betri miðjumanna heims hjá Bayern München undanfarin ár og er gjarnan fyrsti maður á blað. Thomas Müller (Þýskaland) – 33 ára miðju- og sóknarmaður Bayern München í Þýskalandi. Hefur verið stoðsendingakóngur þýsku deildarinnar undanfarin ár með Bayern München. Stígur í flestum tilfellum upp á stórmótum (sjö mörk alls 2010 og 2014) en var líkt og allt liðið slakur 2018 þar sem liðið féll úr riðlakeppninni með skömm. Takehiro Tomiyasu (Japan) – 24 ára varnarmaður Arsenal. Hefur ekki verið fastamaður í vetur þar sem Ben White hefur tekið við hægri bakvarðarstöðu félagsins en er afar öflugur varnarmaður sem getur bæði spilað sem hægri bakvörður eða miðvörður. Takumi Minamino (Japan) – 27 ára kantmaður Mónakó sem sprengdi enga skala á rúmum tveimur árum sínum hjá Liverpool en engum dyljast hæfileikar kauða sem spratt fram á sjónarsviðið hjá Salzburg í Austurríki. Keylor Navas (Kosta Ríka) – 35 ára markvörður PSG. Án efa þekktasta nafnið í liði Kosta Ríku og mun eflaust mikið mæða á honum, sérstaklega í leikjunum við Spán og Þýskaland. Hefur lítið sem ekkert spilað síðustu mánuði og er á eftir Gianluigi Donnarumma í goggunarröðinni. Spurning hvort hann sé sáttur á bekknum með feitan launatékka í frönsku höfuðborginni eða vilji nýta HM sem glugga til að finna nýtt lið í janúar. Bryan Ruiz (Kosta Ríka) – 37 ára miðjumaður Alajuelense í heimalandinu. Hefur verið skærasta stjarna liðsins síðustu 15 árin og er fyrirliði liðsins. Gerði góða hluti víða um Evrópu, með Gent, Twente, Fulham og Sporting Lissabon áður en hann fór til uppeldisfélagsins í hitteðfyrra. Var einn af lyklunum að frábærum árangri liðsins í erfiðum riðli á HM 2014 þegar liðið fór áfram á kostnað Ítalíu og Englands. Pedri var magnaður á EM í fyrra en að spila heilt tímabil með Barcelona og á EM og Ólympíuleikum í kjölfarið dró dilk á eftir sér.Fran Santiago - UEFA/UEFA via Getty Images Fylgist með þessum: Yeremy Pino (Spánn) – 20 ára kantmaður sem hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður hjá Villarreal frá 2020. Skoraði eina landsliðsmark sitt í æfingaleik við Ísland í fyrra og berst við Ansu Fati, Marco Asensio, Pablo Sarabia, Ferran Torres og Dani Olmo um byrjunarliðssæti. Karim Adeyemi (Þýskaland) – 20 ára sóknarmaður sem hefur aðeins leikið fjóra landsleiki. Skipti til Dortmund í sumar eftir að hafa verið öflugur með Salzburg í Austurríki. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri með liðinu en hann berst við Leroy Sané, Serge Gnabry, landsleikjalausan Niclas Füllkrug og annað ungstirni, Youssoufa Moukoko um sæti í liðinu. Daichi Kamada (Japan) – 26 ára sóknartengiliður hjá Frankfurt sem vann Evrópudeildina með liðinu í vor. Hefur heillað síðustu ár og verið sérstaklega öflugur í ár með sjö deildarmörk í aðeins tólf deildarleikjum en mest hafði hann skorað fimm fyrir. Einnig góður í Meistaradeildinni með þrjú mörk í riðlakeppninni. Jewison Bennette (Kosta Ríka) – 18 ára kantmaður Sunderland í ensku B-deildinni sem hefur skorað eitt deildarmark í átta leikjum í vetur. Á að baki sjö landsleiki þrátt fyrir ungan aldur og skorað í þeim tvö mörk. Fróðlegt verður að fylgjast með hinum 18 ára gamla Jewison Bennette og hvort hann geti gert stórliðunum skráveifu.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Leikirnir í E-riðlinum Miðvikudagur 23. nóvember: Þýskaland - Japan (Klukkan 13.00) Miðvikudagur 23. nóvember: Spánn - Kosta Ríka (Klukkan 16.00) Sunnudagur 27. nóvember: Japan - Kosta Ríka (Klukkan 10.00) Föstudagur 25. nóvember: Spánn - Þýskaland (Klukkan 19.00) Fimmtudagur 1. desember: Japan - Spánn (Klukkan 19.00) Fimmtudagur 1. desember: Kosta Ríka - Þýskaland (Klukkan 19.00) HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. 11. nóvember 2022 11:01 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. 9. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Á næstu dögum tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það E-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Þýskaland og Spánn skipa riðilinn ásamt Kosta Ríku og Japan og gera flestir ráð fyrir að fyrrnefndu liðin tvö fari auðveldlega upp úr riðlinum. Auðvelt verkefni átti hins vegar að blasa fyrir Þjóðverjum á síðasta móti en þá vann liðið aðeins einn leik og varð neðst í riðli með Svíþjóð, Mexíkó og Suður-Kóreu. Spánverjar unnu sömuleiðis aðeins einn leik á HM í Rússlandi, gegn Íran, en urðu þrátt fyrir það efstir í sínum riðli eftir jafntefli við Portúgal og Marokkó. Í kjölfarið féllu þeir úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap fyrir heimamönnum. Þjóðirnar í E-riðlinum: Spánn er á HM í sextánda sinn og hefur komist á hvert mót síðan 1978 Þýskaland er á HM í tuttugasta sinn og hefur komist á hvert mót síðan 1950 Japan er á HM í sjöunda sinn og hefur tekið þátt á hverju móti frá 1998 Kosta Ríka er á HM í sjötta sinn og því þriðja í röð Besti árangur þjóðanna í E-riðli í HM sögunni: Spánn: Heimsmeistari (2010) Þýskaland: Heimsmeistari (1954, 1974, 1990 og 2014) Japan: 16-liða úrslit (2002, 2010, 2018) Kosta Ríka: Átta liða úrslit (2014) Japanar komust í fyrsta skipti á HM 1998 og hefur verið fastagestur á mótinu síðan. Liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslitin en þó komist þangað reglulega, þar á meðal 2018 þegar liðið skildi Senegal og Pólland eftir áður en liðið tapaði naumlega, 3-2 fyrir bronsliði Belgíu í næstu umferð. Varnarmennirnir Maya Yoshida, sem lék lengi með Southampton, Yuto Nagatomo, sem var í Inter í fjölmörg ár, og Hiroki Sakai eru röngu megin við þrítugt en Takehiro Tomiyasu úr Arsenal er án efa sterkastur í vörn Japana. Þá eru léttleikandi leikmenn fram á við í fyrrum Púllaranum Takumi Minamino, Daichi Kamada úr Frankfurt og ungstirninu Takefusa Kubo sem leikur með Real Sociedad. Takehiro Tomiyasu er stærsta nafnið í japanska liðinu og þarf að eiga gott mót, líkt og aðrir varnarmenn liðsins.Kaz Photography/Getty Images Lið Kosta Ríku hefur reynslu af því að sparka upp fyrir sig. Frægt er þegar liðið vann dauðariðil mótsins árið 2014 þegar búist við að það fengi í besta falli eitt stig gegn Ítalíu, Englandi og Úrúgvæ. Þeir unnu Úrúgvæ og Ítali áður en þeir gerðu markalaust jafntefli við England í lokaleiknum. Stjörnurnar úr því liði Kosta Ríku eru flestar enn í hópi liðsins en komnar til ára sinna og heilluðu fáa þegar liðið féll út í riðlakeppninni á HM 2018. Bryan Ruiz (146 landsleikir) er 37 ára, Celso Borges (155 leikir) er 34 ára og Keylor Navas 35 ára. Joel Campbell er ekki lengur efnilegur kantmaður Arsenal heldur þrítugur leikmaður León í Mexíkó og Bryan Oviedo er 32 ára bakvörður í MLS-deildinni, sem áður lék með Everton. Það er þó fjöldi ungra og efnilegri leikmanna í hópnum og verður áhugavert að sjá þá fóta sig á stóra sviðinu. Bryan Ruiz er enn fastamaður hjá Kosta Ríku þrátt fyrir háan aldur.Joe Allison/Getty Images Svona komust þjóðirnar í E-riðli á HM: 11. október 2021: Þýskaland vann J-riðil í undankeppni UEFA 14. nóvember 2021: Spánn vann B-riðil í undankeppni UEFA 24. mars 2022: Japan lenti í öðru sæti í B-riðli í undankeppni AFC (á eftir Sádi-Arabíu) 14. júní 2022: Kosta Ríka lagði Nýja-Sjáland 1-0 í álfuumspili Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 7. sæti - Spánn 11. sæti - Þýskaland 24. sæti - Japan 31. sæti - Kosta Ríka Spánn og Þýskaland munu mætast í fjórða sinn á heimsmeistaramóti en (Vestur) Þýskaland vann 1966 og 1982 en á HM 1994 skildu liðin jöfn. Síðast áttust liðin við í Þjóðadeildinni í nóvember 2020 en þá vann Spánn afgerandi 6-0 sigur á þeim þýsku þar sem Ferran Torres skoraði þrennu. Spánn vann Þýskaland 6-0 síðast þegar liðin mættust, þann 17. nóvember 2020 í Þjóðadeildinni.Burak Akbulut/Anadolu Agency via Getty Images Það vantar ekki reynsluna af því að vinna heimsmeistaratitil í þýska hópinn en fjórir leikmenn sem unnu HM 2014 eru á leið til Katar. Það er eflaust síðasti séns fyrir fyrirliðann Manuel Neuer og Thomas Müller að bæta við gulli, en þá voru Matthias Ginter og Mario Götze einnig í liðinu fyrir átta árum. Þrjú ár eru síðan Götze var síðast í þýska landsliðshópnum en nokkuð óvænt þykir að hann hafi verið kallaður til á ný. Enginn Toni Kroos er með þýska liðinu en hann hætti að leika fyrir landsliðið eftir EM í fyrra. Götze tryggði Þýskalandi sigurinn í úrslitaleik HM 2014.vísir/getty Sergio Busquets er eini heimsmeistarinn í spænska hópnum en hann vann HM árið 2010. Hann er fyrirliði liðsins en áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk hans verður þar sem hann er í samkeppni við Rodri, leikmann Manchester City, um stöðu - en sá síðarnefndi þykir einn besti varnartengiliður heims um þessar mundir. Sergio Ramos er hvergi sjáanlegur í spænska hópnum, enda verið utan hans síðustu misseri. Þjálfarar liðanna í A-riðlinum: Spánn – Hinn 52 ára gamli Luis Enrique tók við Spáni eftir HM 2018 og hefur þjálfað síðan, þó með fjögurra mánaða pásu 2019 vegna andláts dóttur hans. Þjálfaði áður Roma, Celta Vigo og Barcelona og spilaði sjálfur 62 landsleiki milli 1991 og 2002. Þýskaland - Hinn 57 ára gamli Hansi Flick tók við Þýskalandi eftir EM síðasta sumar af Joachim Löw. Vann þrennuna sem stjóri Bayern Munchen 2019-20 en var áður aðstoðarþjálfari Löw með landsliðið frá 2006 til 2014. Japan - Hinn 54 ára gamli Hajime Moriyasu tók við landsliðinu af Akira Nishino eftir HM 2018 en var aðstoðarþjálfari á því móti. Þjálfaði áður Sanfrecce Hiroshima í Japan frá 2012 til 2017 og spilaði sjálfur 35 landsleiki milli 1992 og 1996. Kosta Ríka – Hinn 62 ára gamli Luis Fernando Suárez frá Kólumbíu tók við liðinu í fyrra. Hefur stýrt fjölmörgum liðum í Ekvador, Kólumbíu og Perú sem dæmi. Hefur tvisvar farið á HM sem þjálfari, með Ekvador 2006 og með Hondúras 2014. Luis Enrique vann tvo spænska meistaratitla sem þjálfari Barcelona 2014 til 2017.Denis Doyle/Getty Images Stærstu stjörnurnar: Pedri (Spánn) – 19 ára miðjumaður Barcelona. Var óvænt einn mikilvægasti hlekkur liðsins á EM síðasta sumar þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall. Fór í kjölfarið beint á Ólympíuleikana í Japan og galt fyrir það á meiðslamiklu tímabili í fyrra, eftir að hafa leikið heila leiktíð með Börsungum og á tveimur stórmótum sama sumarið. Hefur verið heill í ár og er ári eldri en síðasta sumar. Aymeric Laporte (Spánn) – 28 ára miðvörður Manchester City. Kom óvænt inn í liðið fyrir EM í fyrra eftir að hafa gefist upp á bið eftir kalli frá Didier Deschamps hjá Frakklandi. Hefur lítið spilað fyrir Manchester City í vetur en mun þurfa að stýra vörninni. Joshua Kimmich (Þýskaland) – 27 ára miðjumaður Bayern München. Herforingi á miðju Þýskalands í sóknarsinnuðum pressubolta liðsins. Verið á meðal betri miðjumanna heims hjá Bayern München undanfarin ár og er gjarnan fyrsti maður á blað. Thomas Müller (Þýskaland) – 33 ára miðju- og sóknarmaður Bayern München í Þýskalandi. Hefur verið stoðsendingakóngur þýsku deildarinnar undanfarin ár með Bayern München. Stígur í flestum tilfellum upp á stórmótum (sjö mörk alls 2010 og 2014) en var líkt og allt liðið slakur 2018 þar sem liðið féll úr riðlakeppninni með skömm. Takehiro Tomiyasu (Japan) – 24 ára varnarmaður Arsenal. Hefur ekki verið fastamaður í vetur þar sem Ben White hefur tekið við hægri bakvarðarstöðu félagsins en er afar öflugur varnarmaður sem getur bæði spilað sem hægri bakvörður eða miðvörður. Takumi Minamino (Japan) – 27 ára kantmaður Mónakó sem sprengdi enga skala á rúmum tveimur árum sínum hjá Liverpool en engum dyljast hæfileikar kauða sem spratt fram á sjónarsviðið hjá Salzburg í Austurríki. Keylor Navas (Kosta Ríka) – 35 ára markvörður PSG. Án efa þekktasta nafnið í liði Kosta Ríku og mun eflaust mikið mæða á honum, sérstaklega í leikjunum við Spán og Þýskaland. Hefur lítið sem ekkert spilað síðustu mánuði og er á eftir Gianluigi Donnarumma í goggunarröðinni. Spurning hvort hann sé sáttur á bekknum með feitan launatékka í frönsku höfuðborginni eða vilji nýta HM sem glugga til að finna nýtt lið í janúar. Bryan Ruiz (Kosta Ríka) – 37 ára miðjumaður Alajuelense í heimalandinu. Hefur verið skærasta stjarna liðsins síðustu 15 árin og er fyrirliði liðsins. Gerði góða hluti víða um Evrópu, með Gent, Twente, Fulham og Sporting Lissabon áður en hann fór til uppeldisfélagsins í hitteðfyrra. Var einn af lyklunum að frábærum árangri liðsins í erfiðum riðli á HM 2014 þegar liðið fór áfram á kostnað Ítalíu og Englands. Pedri var magnaður á EM í fyrra en að spila heilt tímabil með Barcelona og á EM og Ólympíuleikum í kjölfarið dró dilk á eftir sér.Fran Santiago - UEFA/UEFA via Getty Images Fylgist með þessum: Yeremy Pino (Spánn) – 20 ára kantmaður sem hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður hjá Villarreal frá 2020. Skoraði eina landsliðsmark sitt í æfingaleik við Ísland í fyrra og berst við Ansu Fati, Marco Asensio, Pablo Sarabia, Ferran Torres og Dani Olmo um byrjunarliðssæti. Karim Adeyemi (Þýskaland) – 20 ára sóknarmaður sem hefur aðeins leikið fjóra landsleiki. Skipti til Dortmund í sumar eftir að hafa verið öflugur með Salzburg í Austurríki. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri með liðinu en hann berst við Leroy Sané, Serge Gnabry, landsleikjalausan Niclas Füllkrug og annað ungstirni, Youssoufa Moukoko um sæti í liðinu. Daichi Kamada (Japan) – 26 ára sóknartengiliður hjá Frankfurt sem vann Evrópudeildina með liðinu í vor. Hefur heillað síðustu ár og verið sérstaklega öflugur í ár með sjö deildarmörk í aðeins tólf deildarleikjum en mest hafði hann skorað fimm fyrir. Einnig góður í Meistaradeildinni með þrjú mörk í riðlakeppninni. Jewison Bennette (Kosta Ríka) – 18 ára kantmaður Sunderland í ensku B-deildinni sem hefur skorað eitt deildarmark í átta leikjum í vetur. Á að baki sjö landsleiki þrátt fyrir ungan aldur og skorað í þeim tvö mörk. Fróðlegt verður að fylgjast með hinum 18 ára gamla Jewison Bennette og hvort hann geti gert stórliðunum skráveifu.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Leikirnir í E-riðlinum Miðvikudagur 23. nóvember: Þýskaland - Japan (Klukkan 13.00) Miðvikudagur 23. nóvember: Spánn - Kosta Ríka (Klukkan 16.00) Sunnudagur 27. nóvember: Japan - Kosta Ríka (Klukkan 10.00) Föstudagur 25. nóvember: Spánn - Þýskaland (Klukkan 19.00) Fimmtudagur 1. desember: Japan - Spánn (Klukkan 19.00) Fimmtudagur 1. desember: Kosta Ríka - Þýskaland (Klukkan 19.00)
Þjóðirnar í E-riðlinum: Spánn er á HM í sextánda sinn og hefur komist á hvert mót síðan 1978 Þýskaland er á HM í tuttugasta sinn og hefur komist á hvert mót síðan 1950 Japan er á HM í sjöunda sinn og hefur tekið þátt á hverju móti frá 1998 Kosta Ríka er á HM í sjötta sinn og því þriðja í röð Besti árangur þjóðanna í E-riðli í HM sögunni: Spánn: Heimsmeistari (2010) Þýskaland: Heimsmeistari (1954, 1974, 1990 og 2014) Japan: 16-liða úrslit (2002, 2010, 2018) Kosta Ríka: Átta liða úrslit (2014)
Svona komust þjóðirnar í E-riðli á HM: 11. október 2021: Þýskaland vann J-riðil í undankeppni UEFA 14. nóvember 2021: Spánn vann B-riðil í undankeppni UEFA 24. mars 2022: Japan lenti í öðru sæti í B-riðli í undankeppni AFC (á eftir Sádi-Arabíu) 14. júní 2022: Kosta Ríka lagði Nýja-Sjáland 1-0 í álfuumspili Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 7. sæti - Spánn 11. sæti - Þýskaland 24. sæti - Japan 31. sæti - Kosta Ríka
Leikirnir í E-riðlinum Miðvikudagur 23. nóvember: Þýskaland - Japan (Klukkan 13.00) Miðvikudagur 23. nóvember: Spánn - Kosta Ríka (Klukkan 16.00) Sunnudagur 27. nóvember: Japan - Kosta Ríka (Klukkan 10.00) Föstudagur 25. nóvember: Spánn - Þýskaland (Klukkan 19.00) Fimmtudagur 1. desember: Japan - Spánn (Klukkan 19.00) Fimmtudagur 1. desember: Kosta Ríka - Þýskaland (Klukkan 19.00)
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. 11. nóvember 2022 11:01 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. 9. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59
C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. 11. nóvember 2022 11:01
B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01
A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. 9. nóvember 2022 11:00