Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 12:05 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi fer yfir skýrslu stofnunarinnar með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í dag. Vísir Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Eftir mikla gagnrýni í samfélaginu á framkvæmd sölunnar ákvað fjármálaráðherra að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á ferlinu. Upphaflega stóð til að skýrslan yrði tilbúin í júní á þessu ári en henni var ítrekað frestað. Í skýrslunni sem telur 72 blaðsíður og er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu kemur meðal annars fram standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar á Íslandsbanka. Upplýsingagjöf Bankasýslu og fjármála-og efnahagsráðuneytis til Alþingis um söluferlið hafi verið gölluð. Ekki hafi verið gerðar tilhlýðilegar kröfur til hæfni söluaðila og vegna annmarka á framkvæmdinni hafi eftirspurn eftir bréfum verið vanmetin þegar lokaverð bréfa var ákveðið. Ráðgjafar Bankasýslunnar hafi af ótta við að erlendir fjárfestar féllu frá þátttöku í útboðinu lagt til að gengið yrði ekki hærra en 117 krónur á hlut. Ríkisendurskoðun telur að verðmyndun í ferlinu hafi gefið tilefni til að ákvarða hærra leiðbeinandi lokaverð. Vanmat á eftirspurn kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðu útboðsins og skaðaða hagsmuni ríkissjóðs. Bankasýslan hafi brotið lög 155/2012 Bankasýslan hafi lagt til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði til að ná fram öðrum markmiðum en stofnunnni hafi borið samkvæmt lögum nr 155/2012 eða að ná fram hæsta verði. Með öðrum orðum að Bankasýslan hafi farið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun er þarna að vísa til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem kemur fram að leita eigi hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti ríkisins í fjármálastofnunum. Fram kemur að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til orðsporsáhættu, eða gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Þá hafi jafnræði fjárfesta ekki verið tryggt. Þá kemur fram að tilboðsfyrirkomulagið sem var notað við söluna falli ekki vel að endurskoðun og prófun eins og ákvarðanir stjórnvalda þurfi jafnana að gera en í svörum Bankasýlsunnar um það var ferlinu fremur líkt við list en vísindi. Ríkisendurskoðandi baðst undan viðtali fyrir hádegisfréttir þar til hann væri búinn að gefa stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis skýrslu í dag. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Eftir mikla gagnrýni í samfélaginu á framkvæmd sölunnar ákvað fjármálaráðherra að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á ferlinu. Upphaflega stóð til að skýrslan yrði tilbúin í júní á þessu ári en henni var ítrekað frestað. Í skýrslunni sem telur 72 blaðsíður og er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu kemur meðal annars fram standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar á Íslandsbanka. Upplýsingagjöf Bankasýslu og fjármála-og efnahagsráðuneytis til Alþingis um söluferlið hafi verið gölluð. Ekki hafi verið gerðar tilhlýðilegar kröfur til hæfni söluaðila og vegna annmarka á framkvæmdinni hafi eftirspurn eftir bréfum verið vanmetin þegar lokaverð bréfa var ákveðið. Ráðgjafar Bankasýslunnar hafi af ótta við að erlendir fjárfestar féllu frá þátttöku í útboðinu lagt til að gengið yrði ekki hærra en 117 krónur á hlut. Ríkisendurskoðun telur að verðmyndun í ferlinu hafi gefið tilefni til að ákvarða hærra leiðbeinandi lokaverð. Vanmat á eftirspurn kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðu útboðsins og skaðaða hagsmuni ríkissjóðs. Bankasýslan hafi brotið lög 155/2012 Bankasýslan hafi lagt til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði til að ná fram öðrum markmiðum en stofnunnni hafi borið samkvæmt lögum nr 155/2012 eða að ná fram hæsta verði. Með öðrum orðum að Bankasýslan hafi farið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun er þarna að vísa til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem kemur fram að leita eigi hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti ríkisins í fjármálastofnunum. Fram kemur að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til orðsporsáhættu, eða gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Þá hafi jafnræði fjárfesta ekki verið tryggt. Þá kemur fram að tilboðsfyrirkomulagið sem var notað við söluna falli ekki vel að endurskoðun og prófun eins og ákvarðanir stjórnvalda þurfi jafnana að gera en í svörum Bankasýlsunnar um það var ferlinu fremur líkt við list en vísindi. Ríkisendurskoðandi baðst undan viðtali fyrir hádegisfréttir þar til hann væri búinn að gefa stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis skýrslu í dag.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf