Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 20:09 Bjarni Benediktsson segist ekki sjá að Íslandsbankaskýrslan gefi tilefni til skipunar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem fréttastofa hefur rætt við um málið, eru ósammála því. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira