Bræður spila fyrir sitt hvora þjóðina á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 14:31 Bræðurnir Inaki Williams og Nico Williams fagna saman marki með Athletic Bilbao liðinu. Getty/Fran Santiago Williams bræðurnir eru samherjar hjá Athletic Bilbao en þeir spila ekki fyrir sama landslið á heimsmeistaramótinu í Katar. Bæði Inaki og Nico Williams komust í HM-hópa þjóðanna sinna en þetta kom í ljós þegar þau voru tilkynnt á dögunum. Hinn 28 ára gamli Inaki Williams er í hópnum hjá Gana en hinn tvítugi Nico Williams er í landsliðshópi Spánar. Hér fyrir neðan sjást þeir saman með HM-bikarinn og í búningum þjóða sinna. Por los viejos. Qatar, allá vamos. pic.twitter.com/Uu32tNbh1w— IÑAKI WILLIAMS (@Williaaams45) November 14, 2022 Báðir eru þeir fæddir í Bilbao í Baskalöndum á Spáni en foreldrar þeirra eru flóttamenn frá Gana. Þau komust til Spánar með því að fara yfir Sahara eyðimörkin á fótum og með því að hoppa yfir landamæragirðinguna í Metilla. Inaki hefur spilað með Athletic Bilbao frá árinu 2014 og hefur ekki misst úr leik undanfarin sextán ár. Inaki spilaði einn landsleik fyrir Spán árið 2016 en tók þá ákvörðun í ár að spila fyrir Gana. Nico er átta árum yngri en hefur spilað með Athletic Bilbao frá 2021. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri í spænska landsliðinu á þessu ári og var valinn í HM-hópinn. Spánn er í E-riðli með Þýskalandi. Japan og Kosta Ríka. Gana er í H-riðli með Portúgal, Suður Kóreu og Úrúgvæ. Vinni Spánn og Gana sinn riðil og svo sinn leik í sextán liða úrslitum þá myndu liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar en það myndi einnig gerast ef bæði liðin yrðu í öðru sæti sinna riðla. Iñaki Williams Nico WilliamsBrothers set to battle for different countries at the 2022 World Cup #3Sports #Qatar2022onMG pic.twitter.com/5QIVDFSP1f— #3Sports (@3SportsGh) November 14, 2022 Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Bæði Inaki og Nico Williams komust í HM-hópa þjóðanna sinna en þetta kom í ljós þegar þau voru tilkynnt á dögunum. Hinn 28 ára gamli Inaki Williams er í hópnum hjá Gana en hinn tvítugi Nico Williams er í landsliðshópi Spánar. Hér fyrir neðan sjást þeir saman með HM-bikarinn og í búningum þjóða sinna. Por los viejos. Qatar, allá vamos. pic.twitter.com/Uu32tNbh1w— IÑAKI WILLIAMS (@Williaaams45) November 14, 2022 Báðir eru þeir fæddir í Bilbao í Baskalöndum á Spáni en foreldrar þeirra eru flóttamenn frá Gana. Þau komust til Spánar með því að fara yfir Sahara eyðimörkin á fótum og með því að hoppa yfir landamæragirðinguna í Metilla. Inaki hefur spilað með Athletic Bilbao frá árinu 2014 og hefur ekki misst úr leik undanfarin sextán ár. Inaki spilaði einn landsleik fyrir Spán árið 2016 en tók þá ákvörðun í ár að spila fyrir Gana. Nico er átta árum yngri en hefur spilað með Athletic Bilbao frá 2021. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri í spænska landsliðinu á þessu ári og var valinn í HM-hópinn. Spánn er í E-riðli með Þýskalandi. Japan og Kosta Ríka. Gana er í H-riðli með Portúgal, Suður Kóreu og Úrúgvæ. Vinni Spánn og Gana sinn riðil og svo sinn leik í sextán liða úrslitum þá myndu liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar en það myndi einnig gerast ef bæði liðin yrðu í öðru sæti sinna riðla. Iñaki Williams Nico WilliamsBrothers set to battle for different countries at the 2022 World Cup #3Sports #Qatar2022onMG pic.twitter.com/5QIVDFSP1f— #3Sports (@3SportsGh) November 14, 2022
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira