Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 23:41 Lögreglumenn á vettvangi sprengingarinnar í þorpinu Przewodow í kvöld. Vísir/EPA Utanríkisráðuneyti Póllands fullyrti í kvöld að flugskeyti sem varð tveimur að bana í austanverðu landinu síðdegis í dag hafi verið framleitt í Rússlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hafði áður hafnað því að rússnesk vopn hafi valdið mannfallinu. Tveir fórust þegar flugskeyti féll við þorpið Przewodów í austanverðu Póllandi aðeins örfáum kílómetrum frá landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. Þjóðaröryggisráð Póllands var kallað saman vegna þess og var viðbúnaður hersins aukinn að honum loknum. Ekki lá fyrir í upphafi hvaðan flugskeytið kom en AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustumanni að það hefði verið rússneskt. Það hafði þó ekki verið staðfest og Rússar höfðu hafnað því. Nú segir pólska utanríkisráðuneytið að flugskeytið hafi sannarlega verið rússneskt. Zbigniew Rau, utanríkisráðherra, hafi kallað rússneska sendiherrann á sinn fund og krafist tafarlausra og ítarlegra skýringa. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafði fyrr í kvöld fullyrt að flugskeytið sem lenti í Póllandi hefði verið rússneskt en lagði ekki fram sannanir fyrir staðhæfingunni. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komi saman til fundar um málið að beiðni Pólverja á morgun. Samkvæmt stofnsáttmála NATO geta ríki farið fram á fund ef þau telja öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmálinn skyldar NATO-ríkin einnig til þess að bregðast við ef ráðist er á eitt þeirra. Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Tveir fórust þegar flugskeyti féll við þorpið Przewodów í austanverðu Póllandi aðeins örfáum kílómetrum frá landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. Þjóðaröryggisráð Póllands var kallað saman vegna þess og var viðbúnaður hersins aukinn að honum loknum. Ekki lá fyrir í upphafi hvaðan flugskeytið kom en AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustumanni að það hefði verið rússneskt. Það hafði þó ekki verið staðfest og Rússar höfðu hafnað því. Nú segir pólska utanríkisráðuneytið að flugskeytið hafi sannarlega verið rússneskt. Zbigniew Rau, utanríkisráðherra, hafi kallað rússneska sendiherrann á sinn fund og krafist tafarlausra og ítarlegra skýringa. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafði fyrr í kvöld fullyrt að flugskeytið sem lenti í Póllandi hefði verið rússneskt en lagði ekki fram sannanir fyrir staðhæfingunni. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komi saman til fundar um málið að beiðni Pólverja á morgun. Samkvæmt stofnsáttmála NATO geta ríki farið fram á fund ef þau telja öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmálinn skyldar NATO-ríkin einnig til þess að bregðast við ef ráðist er á eitt þeirra.
Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37
Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43
Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58