Bjórinn dýrari en á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Búast má við fjölda gesta í Katar vegna HM en þeir þurfa að borga tæplega 2.000 krónur fyrir hvern bjór. Getty/Ying Tang Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser. Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira