Fótbolti

Mané missir af HM vegna meiðsla

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mane var valinn í hópinn hjá Senegal en nú er ljóst að hann verður ekki með liðinu í Katar.
Mane var valinn í hópinn hjá Senegal en nú er ljóst að hann verður ekki með liðinu í Katar. Vísir/Getty

Sadio Mané, leikmaður Bayern Munchen, verður ekkert með Senegal á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Mané var valinn í lokahóp Senegal en nú er ljóst að meiðslin eru það alvarleg að hann mun ekki geta spilað.

Mané varð fyrir meiðslum á hægri fæti í leik Bayern Munchen og Werder Bremen á þriðjudaginn í síðustu viku. Bayern vann leikinn 6-1 en meiðsli Mané voru það sem flestir voru að tala um að leik loknum.

Þegar landsliðshópur Senegal var tilkynntur á dögunum var Mané þar á meðal og var talið að hann myndi aðeins missa af fyrstu tveimur leikjum Senegal í riðlakeppninni.

Nú er hins vegar ljóst að meiðslin eru alvarlegri en svo og í tilkynningu frá knattspyrnusambandi Senegal segir að Mané verði ekki með liðinu í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×