Erlent

Selenskí segir tíu milljónir Úkraínu­manna án raf­magns

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Gígur eftir eldflaugaárás Rússa í miðborg borgarinnar.
Frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Gígur eftir eldflaugaárás Rússa í miðborg borgarinnar. Jose Colon/Anadolu Agency via Getty Images)

Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns.

Sjö óbreyttir borgarar létu lífið þegar rússnesk flaug lenti á íbúðarhúsi í Vilnyansk og þá féllu fjölmargar sprengjur í Dnipro einni stærstu borg landsins. Óljóst er hversu margir hafa látið lífið síðustu daga en til að mynda eru 23 sagðir hafa slasast í Dnipro í gær.

Á meðal skotmarka Rússa síðustu daga hafa verið mannvirki ríkisgasfélags landsins og stór flugskeytaverksmiðja. Selenskí segir ljóst að Rússar vilji ekki frið, heldur vilji þeir aðeins að Úkraínumenn þjáist sem mest.


Tengdar fréttir

Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu

Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×