Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 10:48 Enskir stuðningsmenn verða að láta sér nægja að hella óáfengum bjór yfir sig. Getty/Marc Atkins Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. New York Times greinir frá því að yfirvöld hafi tekið ákvörðun um að aðeins óáfengir drykkir verði til sölu á leikvöngunum sem spilað verður á á HM. Það er í algjörri mótsögn við það sem FIFA hefur gefið út og flækir málin varðandi 75 milljóna dala samning FIFA við Budweiser. Beer is out at the World Cup. After all that (alcoholic) beer will now not be sold inside the perimeter at all eight of Qatar s World Cup stadiums. Big about-face means FIFA now faces contractual nightmare with Budweiser.— tariq panja (@tariqpanja) November 18, 2022 Í opinberum upplýsingabæklingi FIFA fyrir stuðningsmenn í Katar, sem gefinn var út fyrir mótið, segir að hægt verði að kaupa Budweiser, óáfengan Budweiser og Coca-Cola vörur á leikvöngunum í allt að þrjá klukkutíma fyrir hvern leik og einn klukkutíma eftir hvern leik. Well, this is awkward...— Budweiser (@Budweiser) November 18, 2022 Reglur um áfengi eru mjög strangar í Katar og aðeins hægt að kaupa áfenga drykki á ákveðnum hótelbörum. Verðið á þeim þykir einnig dýrt og átti bjórinn á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum að kosta tæplega 2.000 krónur. Samkvæmt frétt NYT verður reyndar eitthvað um áfengan bjór á leikvöngunum því FIFA-fólk og aðrir sem hafa efni á því að sitja í sérstökum VIP-stúkum munu fá sinn bjór. Skipuleggjendur HM neituðu að tjá sig um málið og fulltrúar Budweiser hafa heldur ekki tjáð sig að svo stöddu. HM 2022 í Katar Fótbolti Katar Áfengi og tóbak Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
New York Times greinir frá því að yfirvöld hafi tekið ákvörðun um að aðeins óáfengir drykkir verði til sölu á leikvöngunum sem spilað verður á á HM. Það er í algjörri mótsögn við það sem FIFA hefur gefið út og flækir málin varðandi 75 milljóna dala samning FIFA við Budweiser. Beer is out at the World Cup. After all that (alcoholic) beer will now not be sold inside the perimeter at all eight of Qatar s World Cup stadiums. Big about-face means FIFA now faces contractual nightmare with Budweiser.— tariq panja (@tariqpanja) November 18, 2022 Í opinberum upplýsingabæklingi FIFA fyrir stuðningsmenn í Katar, sem gefinn var út fyrir mótið, segir að hægt verði að kaupa Budweiser, óáfengan Budweiser og Coca-Cola vörur á leikvöngunum í allt að þrjá klukkutíma fyrir hvern leik og einn klukkutíma eftir hvern leik. Well, this is awkward...— Budweiser (@Budweiser) November 18, 2022 Reglur um áfengi eru mjög strangar í Katar og aðeins hægt að kaupa áfenga drykki á ákveðnum hótelbörum. Verðið á þeim þykir einnig dýrt og átti bjórinn á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum að kosta tæplega 2.000 krónur. Samkvæmt frétt NYT verður reyndar eitthvað um áfengan bjór á leikvöngunum því FIFA-fólk og aðrir sem hafa efni á því að sitja í sérstökum VIP-stúkum munu fá sinn bjór. Skipuleggjendur HM neituðu að tjá sig um málið og fulltrúar Budweiser hafa heldur ekki tjáð sig að svo stöddu.
HM 2022 í Katar Fótbolti Katar Áfengi og tóbak Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira