Lífið samstarf

Umhirða húðarinnar og næring í nýrri bók

Forlagið
Höfundar bókarinnar eru þær Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir.
Höfundar bókarinnar eru þær Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir.

Út er komin afar vegleg og falleg bók sem ber einfaldlega nafnið Húðbókin en eins og titillinn bendir til þá fjallar hún um húðina og flest sem henni viðkemur.

Höfundar bókarinnar eru þær Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir. Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, en hún rekur húðmeðferðarstöðina Húðina skin clinic ásamt fleirum og margir lesendur kannast við hana sem einn af pistlahöfundum Bakþanka Fréttablaðsins. Sólveig, eða Solla Eiríks eins og hún er venjulega kölluð, er höfundur fjölbreyttra mataruppskrifta í bókinni. Solla hefur í áratugi starfað sem veitingakona og rekið veitingastaði ásamt því að halda vinsæl matreiðslunámskeið.

Í bókinni er margvíslegur og aðgengilegur fróðleikur um húðina og hvernig hægt er að viðhalda heilbrigði hennar og ljóma. Fjallað er ýtarlega um hvernig lífsvenjur hafa áhrif á húðina og mikilvægi næringar fyrir heilbrigði húðarinnar, en sá þáttur er oft vanmetinn.

Klippa: Lára og Solla segja frá Húðbókinni

Bókin skiptist í fjóra hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um starfsemi húðarinnar, þær venjur sem geta bætt hana eða betra er að forðast og mismunandi húðgerðir. Í öðrum hluta eru fjölmargar uppskriftir Sollu að girnilegum og hollum mat sem eru sérsniðnar með næringu húðarinnar í huga auk þess sem hún miðlar ýmiss konar fróðleik um fjölbreytt og hollt mataræði. 

Í þriðja hluta er sýnt hvernig hægt er að næra húðina utan frá, kenndar léttar og gagnlegar andlitsæfingar og fjallað um algeng húðvandamál, svo sem sólarskaða, húðþurrk og bólur. Í fjórða hluta eru nokkrar einfaldar uppskriftir að náttúrulegum húðvörum sem hægt er að útbúa heima með lítilli fyrirhöfn.

Ljósmyndirnar í bókinni eru einstaklega fallegar en þær tók Hildur Ársælsdóttir sem hefur langa reynslu af fjölbreyttri myndatöku, m.a. af mat og matargerð. Svo skemmtilega vill til að Hildur er dóttir Sollu svo bókin er afrakstur samstarfs þeirra mæðgna og Láru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×