Hannes Þór um endinn á Hlíðarenda: „Ég fékk aldrei neinar skýringar á þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Hannes Þór Halldórsson lék með Val frá 2019 til 2021. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, einn besti markvörður Íslandssögunnar, lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna fyrr á þessu ári. Hann fór yfir endalok ferilsins, sem fór með hann frá Breiðholti til Aserbaísjan, í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark. Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira