Lögregla lokið störfum á Bankastræti Club og djammið heldur áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2022 00:29 Birgitta Líf Björnsdóttir er einn eigenda Bankastræti Club. @birgittalif Skemmtistaðurinn Bankastræti Club verður opnaður á nýjan leik á morgun, laugardag. Forsvarsmenn staðarins segja að rannsókn lögreglu á vettvangi hnífstungunnar á klúbbnum á fimmtudagskvöld sé lokið. Djammið haldi áfram á morgun enda bæri staðurinn ekki ábyrgð á atburðunum á fimmtudagskvöld. Það var á tólfta tímanum í gærkvöldi sem á þriðja tug grímuklæddra karlmanna ruddist inn á skemmtistaðinn, fóru rakleiðis í herbergi á neðri hæð staðarins og eftir lágu þrír ungir karlmenn særðir eftir hnífsstungur. Hópurinn lét sig svo hverfa út í nóttina. Lögregla mætti á staðinn og voru þrír fluttir alvarlega særðir á bráðamóttöku Landspítalans. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag. Fimm hafa verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ásthildur Bára Jensdóttir, meðeigandi Bankastræti Club sem stödd var á staðnum í gærkvöldi þegar hópurinn mætti á svæðið, áréttaði í samtali við Mbl.is í kvöld að skemmtistaðurinn bæri ekki ábyrgð á því sem hefði gerst. Eigendur og starfsfólk væri í áfalli. Ásthildur treysti sér ekki í viðtal við fréttastofu fyrr í dag. Þá er Birgitta Líf Björnsdóttir, sem á þriðjungshlut í staðnum og mætti kalla andlit staðarins sem opnaður var sumarið 2021, stödd í fríi á Balí. Í færslu á Instagram-síðu skemmtistaðarins í kvöld kemur fram að lokað hafi verið í kvöld og öllum sem voru á staðnum í gær boðin áfallahjálp. Opnað verði á ný á laugardag. Staðurinn var lokaður í dag en opnar aftur dyr sínar á morgun.vísir/vilhelm „Stunguárásir í miðbæ Reykjavíkur hafa orðið allt of algengar upp á síðkastið. Þetta er alvarleg og sorgleg þróun,“ segir í færslunni. Staðurinn sé í Samtökum reykvískra skemmtistaða sem berjist gegn ofbeldi. Farið verði yfir alla verkferla og öryggisgæsla aukin til að tryggja öryggi viðskiptavina. „Við erum svo þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að atburðarásinni í Bankastræti í gær. Starfsfólki, dyravörðum, gestum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Allir brugðust rétt við.“ Þá er nefnt að tveir dyraverðir hafi verið á vakt eins og reglur segi til um. Það hafi ekki verið nóg til að stöðva 27 vopnaða menn sem hafi verið með skýran ásetning að hafa uppi á einstaklingum og gera þeim mein. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Það var á tólfta tímanum í gærkvöldi sem á þriðja tug grímuklæddra karlmanna ruddist inn á skemmtistaðinn, fóru rakleiðis í herbergi á neðri hæð staðarins og eftir lágu þrír ungir karlmenn særðir eftir hnífsstungur. Hópurinn lét sig svo hverfa út í nóttina. Lögregla mætti á staðinn og voru þrír fluttir alvarlega særðir á bráðamóttöku Landspítalans. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag. Fimm hafa verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ásthildur Bára Jensdóttir, meðeigandi Bankastræti Club sem stödd var á staðnum í gærkvöldi þegar hópurinn mætti á svæðið, áréttaði í samtali við Mbl.is í kvöld að skemmtistaðurinn bæri ekki ábyrgð á því sem hefði gerst. Eigendur og starfsfólk væri í áfalli. Ásthildur treysti sér ekki í viðtal við fréttastofu fyrr í dag. Þá er Birgitta Líf Björnsdóttir, sem á þriðjungshlut í staðnum og mætti kalla andlit staðarins sem opnaður var sumarið 2021, stödd í fríi á Balí. Í færslu á Instagram-síðu skemmtistaðarins í kvöld kemur fram að lokað hafi verið í kvöld og öllum sem voru á staðnum í gær boðin áfallahjálp. Opnað verði á ný á laugardag. Staðurinn var lokaður í dag en opnar aftur dyr sínar á morgun.vísir/vilhelm „Stunguárásir í miðbæ Reykjavíkur hafa orðið allt of algengar upp á síðkastið. Þetta er alvarleg og sorgleg þróun,“ segir í færslunni. Staðurinn sé í Samtökum reykvískra skemmtistaða sem berjist gegn ofbeldi. Farið verði yfir alla verkferla og öryggisgæsla aukin til að tryggja öryggi viðskiptavina. „Við erum svo þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að atburðarásinni í Bankastræti í gær. Starfsfólki, dyravörðum, gestum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Allir brugðust rétt við.“ Þá er nefnt að tveir dyraverðir hafi verið á vakt eins og reglur segi til um. Það hafi ekki verið nóg til að stöðva 27 vopnaða menn sem hafi verið með skýran ásetning að hafa uppi á einstaklingum og gera þeim mein.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira