Eingreiðsla til öryrkja Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2022 10:01 Í því ástandi sem við höfum búið við undanfarin ár, glímu við covid-19 og nú verðbólgu sem herjar verst á þá sem minnst hafa, er sjálfsagt réttlæti að fötluðu fólki sé bættur skaðinn að því litla leiti sem skattlaus eingreiðsla að upphæð 60.000 kr. getur gert það. Fatlað fólk hefði í raun átt á fá verðbætingu á lífeyri sinn að upphæð nær 120.000 kr. fyrir árið 2022 en það er það högg sem fólk hefur tekið á sig auk þess sem hækkun á örorkulífeyri um að minnsta kosti 10% er nauðsynleg aðgerð til að bilið milli lágmarkslauna og örorkulífeyri gleikki ekki enn frekar. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Fréttir berast af því að aldrei hafi staða Íslands verið betri en nú. Verkalýðshreyfingin ætlar að sækja launahækkanir í vasa atvinnurekenda sem eiga að sögn forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar borð fyrir báru, þar sem staða fyrirtækja hefur ekki verið betri síðan 2011. Staða fatlaðs fólks hefur hinsvegar farið versnandi nánast ár frá ári síðan 2007 og er nú svo komið að heildar mánaðargreiðsla um 40% fatlaðs fólks (öryrkja) er um og undir 300.000 kr. fyrir skatt. Þessi hópur og fleiri til hafa ekkert svigrúm til breytinga á verðlagi og glíma við mikinn lágtekjuvanda. Að lifa af tekjum undir 300 þúsundum er ómögulegt og það vita öll sem einhverja tengingu hafa við veruleika lágtekjuhópa. Verðbólga ársins 2022 hefur reynst fötluðu fólki afar þungbær, leiga hækkar mánaðarlega sem og matarkarfan. Þetta tvennt, fæði og húsnæði er nauðsynjavara ekki munaður. Örorkulífeyrir hefur ekki hækkað að sama skapi þó þriggja prósentu hækkun hafi komið inn í júní. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hækki lífeyri til að bilið á milli lífeyris og lágmarkslauna aukist ekki enn frekar. Á meðan við bíðum aðgerða sem taka á rót vandans er sjálfsögð og sanngjörn krafa að fatlað fólk fái 60.000 króna skattlausa eingreiðslu nú í desember! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í því ástandi sem við höfum búið við undanfarin ár, glímu við covid-19 og nú verðbólgu sem herjar verst á þá sem minnst hafa, er sjálfsagt réttlæti að fötluðu fólki sé bættur skaðinn að því litla leiti sem skattlaus eingreiðsla að upphæð 60.000 kr. getur gert það. Fatlað fólk hefði í raun átt á fá verðbætingu á lífeyri sinn að upphæð nær 120.000 kr. fyrir árið 2022 en það er það högg sem fólk hefur tekið á sig auk þess sem hækkun á örorkulífeyri um að minnsta kosti 10% er nauðsynleg aðgerð til að bilið milli lágmarkslauna og örorkulífeyri gleikki ekki enn frekar. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Fréttir berast af því að aldrei hafi staða Íslands verið betri en nú. Verkalýðshreyfingin ætlar að sækja launahækkanir í vasa atvinnurekenda sem eiga að sögn forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar borð fyrir báru, þar sem staða fyrirtækja hefur ekki verið betri síðan 2011. Staða fatlaðs fólks hefur hinsvegar farið versnandi nánast ár frá ári síðan 2007 og er nú svo komið að heildar mánaðargreiðsla um 40% fatlaðs fólks (öryrkja) er um og undir 300.000 kr. fyrir skatt. Þessi hópur og fleiri til hafa ekkert svigrúm til breytinga á verðlagi og glíma við mikinn lágtekjuvanda. Að lifa af tekjum undir 300 þúsundum er ómögulegt og það vita öll sem einhverja tengingu hafa við veruleika lágtekjuhópa. Verðbólga ársins 2022 hefur reynst fötluðu fólki afar þungbær, leiga hækkar mánaðarlega sem og matarkarfan. Þetta tvennt, fæði og húsnæði er nauðsynjavara ekki munaður. Örorkulífeyrir hefur ekki hækkað að sama skapi þó þriggja prósentu hækkun hafi komið inn í júní. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hækki lífeyri til að bilið á milli lífeyris og lágmarkslauna aukist ekki enn frekar. Á meðan við bíðum aðgerða sem taka á rót vandans er sjálfsögð og sanngjörn krafa að fatlað fólk fái 60.000 króna skattlausa eingreiðslu nú í desember! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar