Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2022 18:46 Jan Vertonghen, leikmaður Anderlecht í Belgíu og belgíska landsliðsins. Vincent Kalut/Getty Images Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Hinn 35 ára gamli Vertonghen ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Belgíu og Kanada þar sem hann er í byrjunarliðinu. Á téðum blaðamannafundi fór varnarmaðurinn yfir stöðuna og hvernig leikmönnum líður með að mega ekki tjá sig um hitt og þetta. „Okkur er stjórnað. Ég er ekki mikið fyrir pólitískar yfirlýsingar. Við erum hérna til að spila fótbolta en ef við getum ekki gert það af því það er yfirlýsing að segja eðlilega hluti eins og „enga mismunun“ eða „Nei við rasisma,“ þá hvað,“ spurði Verthongen hvumsa. HM í Katar er ekki allra og ekki fyrir alla ef marka má skilaboð mótshaldara. Fjölbreytileikinn er ekki velkominn í Katar og hefur FIFA aðstoðað við að þagga niðri í öllum mögulegum stuðningi við fólk sem er LGBTQ+. Til að mynda var fyrirliðum sjö Evrópuþjóða bannað að vera með „OneLove“ fyrirliðabönd. Var sagt að leikmennirnir myndu hið minnsta hljóta gult spjald fyrir. Manuel Neuer, fyrirliði Þýskalands, ætlaði sér að vera með slíkt fyrirliðaband í dag en FIFA kom í veg fyrir það. Í kjölfarið Leikmenn héldu fyrir munninn á sér á liðsmynd fyrir leikinn og gáfu þar með til kynna að FIFA væri að þagga niðri í þeim. Það virðist sem Vertonghen sé á sama máli. Einnig þurfti Belgía að fjarlægja orðið „ást“ af kraganum á hvítum varabúningum liðsins eftir samræður við FIFA. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 Keane vonsvikinn með Kane og Bale: „Hefðu getað sent frábær skilaboð“ Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, varð fyrir vonbrigðum með að fyrirliðar Englands og Wales hafi ekki verið með „OneLove“ fyrirliðabandið í leikjum liðanna á HM í Katar í gær. 22. nóvember 2022 14:30 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Vertonghen ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Belgíu og Kanada þar sem hann er í byrjunarliðinu. Á téðum blaðamannafundi fór varnarmaðurinn yfir stöðuna og hvernig leikmönnum líður með að mega ekki tjá sig um hitt og þetta. „Okkur er stjórnað. Ég er ekki mikið fyrir pólitískar yfirlýsingar. Við erum hérna til að spila fótbolta en ef við getum ekki gert það af því það er yfirlýsing að segja eðlilega hluti eins og „enga mismunun“ eða „Nei við rasisma,“ þá hvað,“ spurði Verthongen hvumsa. HM í Katar er ekki allra og ekki fyrir alla ef marka má skilaboð mótshaldara. Fjölbreytileikinn er ekki velkominn í Katar og hefur FIFA aðstoðað við að þagga niðri í öllum mögulegum stuðningi við fólk sem er LGBTQ+. Til að mynda var fyrirliðum sjö Evrópuþjóða bannað að vera með „OneLove“ fyrirliðabönd. Var sagt að leikmennirnir myndu hið minnsta hljóta gult spjald fyrir. Manuel Neuer, fyrirliði Þýskalands, ætlaði sér að vera með slíkt fyrirliðaband í dag en FIFA kom í veg fyrir það. Í kjölfarið Leikmenn héldu fyrir munninn á sér á liðsmynd fyrir leikinn og gáfu þar með til kynna að FIFA væri að þagga niðri í þeim. Það virðist sem Vertonghen sé á sama máli. Einnig þurfti Belgía að fjarlægja orðið „ást“ af kraganum á hvítum varabúningum liðsins eftir samræður við FIFA.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 Keane vonsvikinn með Kane og Bale: „Hefðu getað sent frábær skilaboð“ Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, varð fyrir vonbrigðum með að fyrirliðar Englands og Wales hafi ekki verið með „OneLove“ fyrirliðabandið í leikjum liðanna á HM í Katar í gær. 22. nóvember 2022 14:30 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31
Keane vonsvikinn með Kane og Bale: „Hefðu getað sent frábær skilaboð“ Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, varð fyrir vonbrigðum með að fyrirliðar Englands og Wales hafi ekki verið með „OneLove“ fyrirliðabandið í leikjum liðanna á HM í Katar í gær. 22. nóvember 2022 14:30
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45
Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00
Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00