Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:28 Úr Hrísey. Vísir/Vilhelm Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en Vegagerðin vill auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að í „tilboðsgögnum komi fram að óskað sé eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.“ Ferjan þjóðvegur á sjó Hríseyingar sendu opið bréf til þingmanna í Norðausturkjördæmi á dögunum. Þar kemur fram að ferjan sé þjóðvegur á sjó og í raun eina virka aðkomuleiðin til eyjarinnar. Mikil áhersla sé því lögð á mjög hátt þjónustustig ferjunnar. Hríseyjarferjan Sævar siglir frá Árskógssandi.hrisey.is „Almenn sátt ríkir um núverandi ferjuáætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningar- viðburði svo eitthvað sé nefnt. Teljum við fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða ferjuáætlun, hún ætti að vera föst í útboðsgögnum og breytingar á henni gerðar í samráði við íbúa og notendur þjónustunnar,“ segir í bréfinu. Vilja ekki sigla tómri ferju Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. „Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór í frétt á vef Vegagerðarinnar. Hrísey Samgöngur Vegagerð Akureyri Tengdar fréttir Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Sjá meira
Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að í „tilboðsgögnum komi fram að óskað sé eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.“ Ferjan þjóðvegur á sjó Hríseyingar sendu opið bréf til þingmanna í Norðausturkjördæmi á dögunum. Þar kemur fram að ferjan sé þjóðvegur á sjó og í raun eina virka aðkomuleiðin til eyjarinnar. Mikil áhersla sé því lögð á mjög hátt þjónustustig ferjunnar. Hríseyjarferjan Sævar siglir frá Árskógssandi.hrisey.is „Almenn sátt ríkir um núverandi ferjuáætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningar- viðburði svo eitthvað sé nefnt. Teljum við fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða ferjuáætlun, hún ætti að vera föst í útboðsgögnum og breytingar á henni gerðar í samráði við íbúa og notendur þjónustunnar,“ segir í bréfinu. Vilja ekki sigla tómri ferju Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. „Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór í frétt á vef Vegagerðarinnar.
Hrísey Samgöngur Vegagerð Akureyri Tengdar fréttir Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Sjá meira
Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08