Fjárlög ekki auðveldað kjaraviðræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2022 13:28 Kristrún segir ríkisstjórnina ekki hafa skapað gott umhverfi fyrir kjaraviðræður. Vísir Formaður Samfylkingarinnar segir ummæli seðlabankastjóra og annarra valdamanna um stöðu almennings í landinu hafa farið illa í fólk, enda erfiðir tímar hjá mörgum Íslendingum. Rikisstjórnin hafi ekki auðveldað umhverfið fyrir kjaraviðræður. Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira