Pulisic skaut Bandaríkjamönnum í 16-liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. nóvember 2022 21:02 Christian Pulisic reyndist hetja Bandaríkjamanna í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins er Bandaríkjamenn unnu 1-0 sigur gegn Íran í lokaumferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn þýðir að Bandaríkjamenn eru á leið í 16-liða úrslit á kostnað Írana. Það voru Bandaríkjamenn sem byrjuðu betur og þeir virtust líklegri til að verða fyrri til að brjóta ísinn. Sú varð svo sannarlega raunin þegar Weston McKennie gaf boltann inn á teig á Sergino Dest sem skallði hann fyrir markið þar sem Pulisic er mætti og kláraði í autt markið á 38. mínútu. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 í hálfleik, Bandaríkjamönnum í vil. Íranska liðið neyddist til að færa sig ofar á völlinn í síðari hálfleik þar sem liðið þurfti í það minnsta stig úr leiknum til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Ekki tókst þeim að finna jöfnunarmarkið og niðurstaðan því 1-0 sigur Bandaríkjamanna. Það eru því Bandaríkin sem fylgja Englandi upp úr B-riðli í 16-liða úrslit þar sem andstæðingar Bandaríkjamanna verða Hollendingar. Íranska liðið er hins vegar úr leik. HM 2022 í Katar Fótbolti
Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins er Bandaríkjamenn unnu 1-0 sigur gegn Íran í lokaumferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn þýðir að Bandaríkjamenn eru á leið í 16-liða úrslit á kostnað Írana. Það voru Bandaríkjamenn sem byrjuðu betur og þeir virtust líklegri til að verða fyrri til að brjóta ísinn. Sú varð svo sannarlega raunin þegar Weston McKennie gaf boltann inn á teig á Sergino Dest sem skallði hann fyrir markið þar sem Pulisic er mætti og kláraði í autt markið á 38. mínútu. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 í hálfleik, Bandaríkjamönnum í vil. Íranska liðið neyddist til að færa sig ofar á völlinn í síðari hálfleik þar sem liðið þurfti í það minnsta stig úr leiknum til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Ekki tókst þeim að finna jöfnunarmarkið og niðurstaðan því 1-0 sigur Bandaríkjamanna. Það eru því Bandaríkin sem fylgja Englandi upp úr B-riðli í 16-liða úrslit þar sem andstæðingar Bandaríkjamanna verða Hollendingar. Íranska liðið er hins vegar úr leik.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti