Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2022 19:02 Dagný Jónssdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar segir það af illri nauðsyn sem gjaldskráin er hækkuð Vísir/Ívar Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“ Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“
Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40