Luis Suarez neitar að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 15:00 Luis Suarez varði með höndum á marklínu og var síðan fagnað eins og þjóðhetju eftir leikinn. Samsett/Getty Úrúgvæ og Gana mætast annað kvöld í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar þar sem sæti í sextán liða úrslitunum er í boði. Athyglin er auðvitað mikil á Luis Suarez, framherja Úrúgvæ, þökk sé því sem gerðist þegar þjóðirnar mættust síðast á heimsmeistaramóti fyrir tólf árum. Suarez þótti þar sýna mjög ódrengilega framkomu með því að verja boltann á marklínu með hendinni. Gana fékk víti og Suarez fékk rautt spjald en hann fékk samt aukaskammir af því að Asamoah Gyan klikkaði á vítinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Atvikið gerðist á lokamínútu framlengingarinnar þegar staðan var 1-1. Úrslitin réðust í vítakeppni sem Úrúgvæ vann 4-2. Blaðamaður frá Gana rifjaði upp atvikið á blaðamannafundi fyrir leikinn með því að segja að Ganverjar líti á Luis Suarez sem djöfulinn og að þeir vilji enda landsliðsferil hans í þessum leik. „Ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég notaði hendina en það var leikmaður Gana sem klikkaði á vítinu en ekki ég,“ sagði Luis Suarez. „Ég gæti beðist afsökunar ef ég hefði meitt leikmann í tæklingu og fengið rautt spjald vegna þess en í þessari stöðu þá fékk ég rautt spjald og dómarinn dæmdi víti,“ sagði Suarez. „Það er ekki mér að kenna því ekki klikkaði ég á vítinu. Leikmaðurinn sem klikkaði á vítinu sagði líka að henn hefði gert það sama í minni stöðu. Ég ber ekki ábyrgð á því hvernig þetta fór,“ sagði Suarez. Úrúgvæ og Gana geta ekki bæði komist áfram upp úr riðlinum. Gana er í betri stöðu með þrjú stig á móti einu stigi hjá Úrúgvæ. Portúgal er með sex stig og þegar komið áfram en mætir Suður-Kóreu sem er með eitt stig eins og Úrúgvæ. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Athyglin er auðvitað mikil á Luis Suarez, framherja Úrúgvæ, þökk sé því sem gerðist þegar þjóðirnar mættust síðast á heimsmeistaramóti fyrir tólf árum. Suarez þótti þar sýna mjög ódrengilega framkomu með því að verja boltann á marklínu með hendinni. Gana fékk víti og Suarez fékk rautt spjald en hann fékk samt aukaskammir af því að Asamoah Gyan klikkaði á vítinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Atvikið gerðist á lokamínútu framlengingarinnar þegar staðan var 1-1. Úrslitin réðust í vítakeppni sem Úrúgvæ vann 4-2. Blaðamaður frá Gana rifjaði upp atvikið á blaðamannafundi fyrir leikinn með því að segja að Ganverjar líti á Luis Suarez sem djöfulinn og að þeir vilji enda landsliðsferil hans í þessum leik. „Ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég notaði hendina en það var leikmaður Gana sem klikkaði á vítinu en ekki ég,“ sagði Luis Suarez. „Ég gæti beðist afsökunar ef ég hefði meitt leikmann í tæklingu og fengið rautt spjald vegna þess en í þessari stöðu þá fékk ég rautt spjald og dómarinn dæmdi víti,“ sagði Suarez. „Það er ekki mér að kenna því ekki klikkaði ég á vítinu. Leikmaðurinn sem klikkaði á vítinu sagði líka að henn hefði gert það sama í minni stöðu. Ég ber ekki ábyrgð á því hvernig þetta fór,“ sagði Suarez. Úrúgvæ og Gana geta ekki bæði komist áfram upp úr riðlinum. Gana er í betri stöðu með þrjú stig á móti einu stigi hjá Úrúgvæ. Portúgal er með sex stig og þegar komið áfram en mætir Suður-Kóreu sem er með eitt stig eins og Úrúgvæ. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira