Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 07:49 Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í haust. Vísir/Vilhelm Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna. RÚV sagði frá könnuninni í gærkvöldi, en samkvæmt henni mælist Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrr stærstur – fengi 24,1 prósent nú samanborið við 24,4 prósent í kosningunum 2021. Niðurstaða könnunar Gallups er í takti við könnun Maskínu í síðustu viku sem sýndi einnig stóraukið fylgi Samfylkingarinnar. Bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn héldu landsfundi sína í haust þar sem Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, en Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni af Loga Einarssyni. Í könnun Gallup mælast bæði Framsóknarmenn og Píratar með rúmlega 12 prósenta fylgi, en Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með 7,5 prósenta fylgi, svipað og Viðreisn. Miðflokkurinn mælist með 5,6 prósenta fylgi, Sósíalistaflokkurinn 5,2 prósent og Flokkur fólksins 4,5 prósent. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn sextán þingmenn kjörna, Samfylkingin fimmtán, Framsókn og Píratar átta, Vinstri græn og Viðreisn fimm og Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn þrjá. Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar minnkar um þrjú prósent milli kannana og er nú 46 prósent. Skoðanakannanir Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Stóraukið fylgi hjá Samfylkingunni Fylgi Samfylkingarinnar stóreykst á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú nítján prósent samanborið við fjórtán prósent í síðasta mánuði. 25. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
RÚV sagði frá könnuninni í gærkvöldi, en samkvæmt henni mælist Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrr stærstur – fengi 24,1 prósent nú samanborið við 24,4 prósent í kosningunum 2021. Niðurstaða könnunar Gallups er í takti við könnun Maskínu í síðustu viku sem sýndi einnig stóraukið fylgi Samfylkingarinnar. Bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn héldu landsfundi sína í haust þar sem Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, en Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni af Loga Einarssyni. Í könnun Gallup mælast bæði Framsóknarmenn og Píratar með rúmlega 12 prósenta fylgi, en Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með 7,5 prósenta fylgi, svipað og Viðreisn. Miðflokkurinn mælist með 5,6 prósenta fylgi, Sósíalistaflokkurinn 5,2 prósent og Flokkur fólksins 4,5 prósent. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn sextán þingmenn kjörna, Samfylkingin fimmtán, Framsókn og Píratar átta, Vinstri græn og Viðreisn fimm og Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn þrjá. Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar minnkar um þrjú prósent milli kannana og er nú 46 prósent.
Skoðanakannanir Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Stóraukið fylgi hjá Samfylkingunni Fylgi Samfylkingarinnar stóreykst á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú nítján prósent samanborið við fjórtán prósent í síðasta mánuði. 25. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Stóraukið fylgi hjá Samfylkingunni Fylgi Samfylkingarinnar stóreykst á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú nítján prósent samanborið við fjórtán prósent í síðasta mánuði. 25. nóvember 2022 09:01