Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Gestir fundarins verða þau Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, Óttar Pálsson, lögmaður hjá Logos, og Maren Albertsdóttir, lögmaður hjá Logos.
Niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar var sú að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í mars síðastliðnum. Ríkisendurskoðun dró þó ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlisins hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld.
Þetta er þriðji opni fundur nefndarinnar vegna sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti á fund nefndarinnar þann 23. nóvember síðastliðinn og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra síðastliðinn þriðjudag.