Átta skip og bátar byrjaðir að leita aftur Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 10:58 Varðskipið Þór stýrir leit að sjómanninum utan við Garðskaga í dag. Vísir/Vilhelm Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa í gær hófst aftur klukkan tíu í morgun. Átta skip og bátar eru ýmist komnir á staðinn eða væntanlegir en varðskipið Þór stýrir aðgerðunum. Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, segir að flotinn sem leitar að sjómanninum sé blanda af fiskiskipum og björgunarbátum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Leitarsvæðið er um tuttugu og fimm sjómílur norðvestan við Garðskaga. „Enn sem komið er er þetta fjöldinn sem mun taka þátt í leitinni. Við vitum ekki hvort það mun bætast við en þetta er það sem við höfum núna yfir að ráða,“ sagði hann í samtali við Vísi þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í ellefu í morgun. Til stóð að senda þyrlu Gæslunnar til leitarinnar en verið er að meta aðstæður með tilliti til veður- og skýjafars og skyggnis. „Það er kominn útsynningur í þetta og við erum að skoða aðstæður. Það stóð ekki til að kalla hana út strax, við ætluðum að fá betri birtu áður en hún yrði kölluð til. Við erum aðeins að vega það og meta. Það er inni í myndinni að senda þyrlu,“ sagði Guðmundur. Tilkynnt var um að maðurinn hefði farið útbyrðis um klukkan fimm síðdegis í gær. Fimmtán skip og bátar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu að sjómanninum fram á nótt. Leitinni var hætt eftir miðnætti en varðskipið Þór hefur verið á svæðinu í alla nótt. Uppfært 11:42 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitar nú úr lofti samkvæmt tilkynningu sem Gæslan sendi frá sér rétt í þessu. Sæmilegar aðstæður eru sagðar til leitar þar sem skyggni er takmarkað. Gert er ráð fyrir að leitað verði á meðan aðstæður. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Tengdar fréttir Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, segir að flotinn sem leitar að sjómanninum sé blanda af fiskiskipum og björgunarbátum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Leitarsvæðið er um tuttugu og fimm sjómílur norðvestan við Garðskaga. „Enn sem komið er er þetta fjöldinn sem mun taka þátt í leitinni. Við vitum ekki hvort það mun bætast við en þetta er það sem við höfum núna yfir að ráða,“ sagði hann í samtali við Vísi þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í ellefu í morgun. Til stóð að senda þyrlu Gæslunnar til leitarinnar en verið er að meta aðstæður með tilliti til veður- og skýjafars og skyggnis. „Það er kominn útsynningur í þetta og við erum að skoða aðstæður. Það stóð ekki til að kalla hana út strax, við ætluðum að fá betri birtu áður en hún yrði kölluð til. Við erum aðeins að vega það og meta. Það er inni í myndinni að senda þyrlu,“ sagði Guðmundur. Tilkynnt var um að maðurinn hefði farið útbyrðis um klukkan fimm síðdegis í gær. Fimmtán skip og bátar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu að sjómanninum fram á nótt. Leitinni var hætt eftir miðnætti en varðskipið Þór hefur verið á svæðinu í alla nótt. Uppfært 11:42 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitar nú úr lofti samkvæmt tilkynningu sem Gæslan sendi frá sér rétt í þessu. Sæmilegar aðstæður eru sagðar til leitar þar sem skyggni er takmarkað. Gert er ráð fyrir að leitað verði á meðan aðstæður.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Tengdar fréttir Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16