Lét leikmennina sína taka þúsund víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2022 12:01 Spánverjar duttu út á EM í fyrra í vítaspyrnukeppni eftir tap fyrir Ítölum. Getty/Visionhaus Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. Spánverjar mæta Marokkó í sextán liða úrslitunum í dag og liðum hefur gengið illa að skora hjá liði Marokkómanna á mótinu. Það gæti því reynst þeim spænsku erfitt að skora í leik þjóðanna í dag og fyrir vikið er vítakeppni alltaf möguleiki. Spain coach Luis Enrique gave his team a unique assignment following a penalty shootout loss to Italy at last year's European Championship. https://t.co/mlNb2qua70— WashTimes Sports (@WashTimesSports) December 5, 2022 Spænski þjálfarinn hugsaði fram í tímann og landsliðsmenn hans þurfti að skila heimavinnu. Enrique heimtaði nefnilega að leikmenn sýnir væru duglegir að æfa sig áður en þeir komu til móts við HM-hópinn. „Ég lét leikmenn mína fá heimavinnu. Ég bað þá um að taka þúsund vítaspyrnur með félögum sínum áður en þeir komu hingað,“ sagði Luis Enrique. „Þetta er eitthvað sem er ekki nóg að æfa bara í aðdraganda leikjanna. Þetta snýst ekki bara um heppni. Þetta eru kringumstæður þar sem pressan er eins og hún getur orðið mest. Ef þú hefur æft vítin oft þá ertu í betri stöðu. Auðvitað er ekki hægt að undirbúa sig fyrir pressuna og spennuna. En það er hægt að ráða við hana,“ sagði Enrique. Þessi fjöldi þýðir að leikmenn spænska landsliðsins hafa fengið þessa beiðni frá landsliðsþjálfaranum fyrir mörgum mánuðum síðan. Þeir hafa eflaust líka æft vítaspyrnur á æfingum fyrir leikinn. Spænska landsliðið tapaði í vítaspyrnukeppni í Evrópukeppninni í fyrra á móti verðandi Evrópumeisturum Ítala en höfðu áður unnið Sviss í vítakeppninni í átta liða úrslitunum. HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Spánverjar mæta Marokkó í sextán liða úrslitunum í dag og liðum hefur gengið illa að skora hjá liði Marokkómanna á mótinu. Það gæti því reynst þeim spænsku erfitt að skora í leik þjóðanna í dag og fyrir vikið er vítakeppni alltaf möguleiki. Spain coach Luis Enrique gave his team a unique assignment following a penalty shootout loss to Italy at last year's European Championship. https://t.co/mlNb2qua70— WashTimes Sports (@WashTimesSports) December 5, 2022 Spænski þjálfarinn hugsaði fram í tímann og landsliðsmenn hans þurfti að skila heimavinnu. Enrique heimtaði nefnilega að leikmenn sýnir væru duglegir að æfa sig áður en þeir komu til móts við HM-hópinn. „Ég lét leikmenn mína fá heimavinnu. Ég bað þá um að taka þúsund vítaspyrnur með félögum sínum áður en þeir komu hingað,“ sagði Luis Enrique. „Þetta er eitthvað sem er ekki nóg að æfa bara í aðdraganda leikjanna. Þetta snýst ekki bara um heppni. Þetta eru kringumstæður þar sem pressan er eins og hún getur orðið mest. Ef þú hefur æft vítin oft þá ertu í betri stöðu. Auðvitað er ekki hægt að undirbúa sig fyrir pressuna og spennuna. En það er hægt að ráða við hana,“ sagði Enrique. Þessi fjöldi þýðir að leikmenn spænska landsliðsins hafa fengið þessa beiðni frá landsliðsþjálfaranum fyrir mörgum mánuðum síðan. Þeir hafa eflaust líka æft vítaspyrnur á æfingum fyrir leikinn. Spænska landsliðið tapaði í vítaspyrnukeppni í Evrópukeppninni í fyrra á móti verðandi Evrópumeisturum Ítala en höfðu áður unnið Sviss í vítakeppninni í átta liða úrslitunum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira