Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2022 19:21 Hér sést nýr 300 metra langur hafnarkantur í framhaldi af gamla hafnarkantinum sem er gulmálaður. Bærinn hefur beðið eftir dæluskipi Björgunar í um hálft ár. Stöð 2/Ívar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Tekjur Ísafjarðarbæjar af skemmtiferðaskipum hafa aukist mikið á undanförnum árum, að undanskyldum covid árunum að sjálfsögðu. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að undanfarin ár hafi verið unnið að stækkun Sundahafnar til að hægt verði að taka á móti fleiri og stærri skemmiferða- og flutningaskipum í einu. Búið væri að reka niður stálþil til að lengja hafnarkantinn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar „Þetta er nýr kantur upp á 300 metra þannig að við getum tekið á móti stærri skipum. Sem mun náttúrlega skipta okkur gríðarlega miklu máli. Þetta er tekjuverkefni sem skiptir máli fyrir höfnina og fyrir samfélagið allt,“ segir Arna Lára. Bærinn er með samning við Björgun og samkvæmt honum átti nýtt dæluskip félagsins að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Hluti efnisins átti að fara í gerð hafnarkants í pollinn fyrir innan stálþilið. „Þannig að þau getið komið hingað sem rista dýpra, að við getum tekið stærri skip að landi og þau þurfi ekki að vera hér í minni fjarðarins og koma inn með fólk á smábátum. Geti komið inn og lagst að bryggju. Þar fáum við náttúrlega mestu tekjurnar.“ Einmitt, greitt hafnargjöld? „Já, nákvæmlega,“ segir bæjarstjórinn. Íbúatalan í Ísafjarðarbæ margfaldast suma daga sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Tekjurnar af skipunum og farþegum þeirra skipta bæjarfélagið miklu máli.Vísir/Vilhelm Tekjurnar af skemmtiferðaskipunum skipti bæjarfélagið miklu máli. Þær hafi verið um 200 milljónir á þessu ári en gætu skilað ríflega 300 milljónum á því næsta. „Það skilar sér auðvitað út í allt samfélagið. Það eru líka fyrirtæki hér í bænum sem njóta góðs af þessum skipum og farþegum þeirra,“ segir Arna Lára. Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Hafnargerðinni verði að ljúka vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. „Við gerum ráð fyrir þessum tekjum næsta sumar. Þannig að við verðum að láta dýpka.“ Hvaða svör eruð þið að fá frá Björgun? „Ég held að það sé nú Vegagerðin sem stýrir þessu. Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára Jónsdóttir. Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Tekjur Ísafjarðarbæjar af skemmtiferðaskipum hafa aukist mikið á undanförnum árum, að undanskyldum covid árunum að sjálfsögðu. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að undanfarin ár hafi verið unnið að stækkun Sundahafnar til að hægt verði að taka á móti fleiri og stærri skemmiferða- og flutningaskipum í einu. Búið væri að reka niður stálþil til að lengja hafnarkantinn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar „Þetta er nýr kantur upp á 300 metra þannig að við getum tekið á móti stærri skipum. Sem mun náttúrlega skipta okkur gríðarlega miklu máli. Þetta er tekjuverkefni sem skiptir máli fyrir höfnina og fyrir samfélagið allt,“ segir Arna Lára. Bærinn er með samning við Björgun og samkvæmt honum átti nýtt dæluskip félagsins að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Hluti efnisins átti að fara í gerð hafnarkants í pollinn fyrir innan stálþilið. „Þannig að þau getið komið hingað sem rista dýpra, að við getum tekið stærri skip að landi og þau þurfi ekki að vera hér í minni fjarðarins og koma inn með fólk á smábátum. Geti komið inn og lagst að bryggju. Þar fáum við náttúrlega mestu tekjurnar.“ Einmitt, greitt hafnargjöld? „Já, nákvæmlega,“ segir bæjarstjórinn. Íbúatalan í Ísafjarðarbæ margfaldast suma daga sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Tekjurnar af skipunum og farþegum þeirra skipta bæjarfélagið miklu máli.Vísir/Vilhelm Tekjurnar af skemmtiferðaskipunum skipti bæjarfélagið miklu máli. Þær hafi verið um 200 milljónir á þessu ári en gætu skilað ríflega 300 milljónum á því næsta. „Það skilar sér auðvitað út í allt samfélagið. Það eru líka fyrirtæki hér í bænum sem njóta góðs af þessum skipum og farþegum þeirra,“ segir Arna Lára. Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Hafnargerðinni verði að ljúka vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. „Við gerum ráð fyrir þessum tekjum næsta sumar. Þannig að við verðum að láta dýpka.“ Hvaða svör eruð þið að fá frá Björgun? „Ég held að það sé nú Vegagerðin sem stýrir þessu. Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára Jónsdóttir.
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16
Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01