Drögum úr halla ríkissjóðs og styðjum heilbrigðiskerfi og barnafjölskyldur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 8. desember 2022 14:01 Fjárlög 2023 hafa meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu og hárra vaxta. Viðreisn telur mikilvægt að þau endurspegli þau verkefni sem mikilvægast er að bregðast við strax. Það hefur mikla þýðingu fyrir fólk í landinu að takast á við verðbólgu og hallarekstur ríkissjóðs. Ríkisfjármálin þurfa að styðja við markmið Seðlabankans um að hemja verðbólgu. Verðbólgan og vaxtahækkanirnar núna þurfa kælingu eigi verðbólgan að hjaðna. Standi Seðlabankinn einn að því verkefni munu vextir halda áfram að hækka, sem leggst þungt á fjölskyldur og atvinnulífið í landinu. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarflokkanna gerir lítið til að sporna við verðbólgu eða draga úr þenslu eins og sjá má af hörðum orðum Seðlabankastjóra um fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar. Tækifæri í hagræðingu í ríkisrekstri Mikil tækifæri felast í hagræðingu í ríkisrekstri og þau geta þjónað sem verkfæri í glímunni vði verðbólgu. Viðreisn leggur til að ríkisstjórninni verði falið að fara í markvissar hagræðingaraðgerðir til þess að greiða niður skuldir á komandi ári. Stefnt skuli að því að hagræða í ríkisrekstri fyrir 3 milljarða, meðal annars með því að draga til baka fjölgun ráðuneyta og ráðherrastóla frá upphafi kjörtímabilsins. Sá kostnaður var í milljörðum talinn. Strax á næsta ári verði skuldir ríkisins lækkaðar um 20 milljarða. Það er óverjandi að reka eigi ríkissjóð með halla samfleytt í næstum áratug, en samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar á að reka ríkissjóð með halla út árið 2027. Hér þarf að sýna meira hugrekki. Vaxtagjöld eru nú þriðji stærsti fjárlagaliður ríkisins. Þessi ævintýralegi vaxtakostnaður veikir getuna til að fjárfesta í grunnþjónustu fyrir fólkið í landinu til framtíðar. Því skiptir miklu að koma í veg fyrir að stór hluti útgjalda ríkisins fari í greiðslu vaxtagjalda. Við eigum að hafa metnað til þess að geta fjárfest kröftugt í þjónustu fyrir fólkið í landinu. Það er einfaldega ekki hægt þegar ríkið er alltaf rekið með halla og kostnaður af vaxtagjöldum er einn af stærri útgjaldaliðum ríkisins. Sanngjarnt auðlindagjald Viðreisn vill að þjóðin fái sanngjarna greiðslu fyrir nýtingu á sjávarauðlindinni. Þess vegna leggjum við fram breytingartillögu um að þau verði hækkuð. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um að veiðigjöld endurspegli markaðsvirði veiðiréttinda. Methagnaður hefur verið í sjávarútvegi en í fyrra nam hann um 65 milljörðum eftir skatta og gjöld. Markaðsvirði veiðiréttinda nú er um 6 milljörðum hærri en núverandi veiðigjöld. Viðreisn leggur til hækkun sem því nemur, um 6 milljarða. Kröftug fjárfesting í heilbrigðiskerfi Einn stærsti vandi heilbrigðiskerfisins er mönnunarvandi. Grundvöllur þess að gera bragarbót þar á, er að bæta kjör og aðstöðu starfsfólks. Það þarf að vera eftirsóknarvert að vinna í heilbrigðiskerfinu og Ísland verður að geta keppt við aðrar þjóðir um starfsfólk. Viðreisn vill bæta kjör kvennastétta í heilbrigðiskerfinu og að 6 milljörðum verði aukalega varið til heilbrigðiskerfisins. Með því getum við betur unnið á alvarlegri stöðu biðlista og minnkað álag á starfsfólk. Við leggjum fram tillögur um markvissar fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega með því að bæta þar hag kvennastétta. Viðbótarframlag til heilbrigðiskerfinu verði 6 milljarðar. Stuðningur við barnafjölskyldur Viðreisn leggur fram tillögur um að styðja við barnafjölskyldur í landinu. Barnafjölskyldurnar finna mjög fyrir verðbólgu og háum vöxtum. Þar er t.d. verið að horfa til þess hversu erfið staðan er hjá mörgum fyrstu kaupendum íbúða, sem keyptu þegar vextir voru sögulega lágir og finna núna harkalega fyrir vaxtahækkunum. Tillögur Viðreisnar eru aðstuðningur við barnafjölskyldur í formi vaxtabóta, húsnæðisbóta og barnabóta verði 7,5 milljarður. Þungt högg vegna áhrifa af verðbólgu og gríðarlega háum vöxtum hérlendis gerir að verkum að hér þarf að bregðast vði. Vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt á við nágrannalöndin, sem þó glíma við svipaða verðbólgu. Ástæðan er íslenska krónan. Ekki er hægt að ætlast til að almenningur axli einn þær byrðar sem af gjaldmiðlinum hlýst. Grænir skattar í þágu loftslagsmarkmiða Við viljum nýta græna skatta og hvata til að takast á við loftslagsvandann. Ísland á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum en enn er staðan sú hjá ríkisstjórninni að ágætum markmiðum fylgja hins vegar ekki aðgerðir. Aðgerðir og fjárfestingar þurfa að vera tímasettar, mælanlegar og fjármagnaðar. Öflugasta og skilvirkasta verkfæri stjórnvalda til að ná árangri hér eru hagrænir hvatar á borð við kolefnisgjald sem leggist á alla losun. Viðreisn leggur til að lögð verði á kolefnisgjöld á stóriðju, sem hingað til hefur verið undanþegin slíkum gjöldum þrátt fyrir að vera ein stærsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það mun auka tekjur ríkissjóðs um 13,5 milljarða. Þá leggur Viðreisn til að Íslandsbanki verði seldur að fullu á komandi ári og að aðferðin við sölu verði opin og gegnsæ. Söluandvirði verði varið til að greiða niður skuldir. Fjárlagafrumvarpið vanmetur verðmæti eignarhluta ríkisins um 13 milljarða, sé miðað við eigið fé bankans samkvæmt síðasta uppgjöri. Fjárlög sem þjóna hagsmunum almennings en ekki sérhagsmuna Með þessum markvissu skrefum Viðreisnar getur ríkisstjórnin dregið strax a úr halla ríkissjóðs og lækkað svimandi há vaxtagjöld ríkisins. Með sanngjarnari gjaldtöku í sjávarútvegi og grænum sköttum verða til tekjur sem hafa þýðingu fyrir reksturinn. Samhliða er hægt að fara í kröftugan stuðning við heilbrigðiskerfið og stuðning við þær fjölskyldur og einstaklinga sem hafa tekið á sig þyngstar byrðar í vaxtahækkunum undanfarið. Markmið Viðreisnar er að beita ríkisfjármálunum þannig að niðurstaðan verði samfélag sem við erum stolt af. Viðreisn vill að fjárlögin skili niðurstöðu í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fjárlög 2023 hafa meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu og hárra vaxta. Viðreisn telur mikilvægt að þau endurspegli þau verkefni sem mikilvægast er að bregðast við strax. Það hefur mikla þýðingu fyrir fólk í landinu að takast á við verðbólgu og hallarekstur ríkissjóðs. Ríkisfjármálin þurfa að styðja við markmið Seðlabankans um að hemja verðbólgu. Verðbólgan og vaxtahækkanirnar núna þurfa kælingu eigi verðbólgan að hjaðna. Standi Seðlabankinn einn að því verkefni munu vextir halda áfram að hækka, sem leggst þungt á fjölskyldur og atvinnulífið í landinu. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarflokkanna gerir lítið til að sporna við verðbólgu eða draga úr þenslu eins og sjá má af hörðum orðum Seðlabankastjóra um fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar. Tækifæri í hagræðingu í ríkisrekstri Mikil tækifæri felast í hagræðingu í ríkisrekstri og þau geta þjónað sem verkfæri í glímunni vði verðbólgu. Viðreisn leggur til að ríkisstjórninni verði falið að fara í markvissar hagræðingaraðgerðir til þess að greiða niður skuldir á komandi ári. Stefnt skuli að því að hagræða í ríkisrekstri fyrir 3 milljarða, meðal annars með því að draga til baka fjölgun ráðuneyta og ráðherrastóla frá upphafi kjörtímabilsins. Sá kostnaður var í milljörðum talinn. Strax á næsta ári verði skuldir ríkisins lækkaðar um 20 milljarða. Það er óverjandi að reka eigi ríkissjóð með halla samfleytt í næstum áratug, en samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar á að reka ríkissjóð með halla út árið 2027. Hér þarf að sýna meira hugrekki. Vaxtagjöld eru nú þriðji stærsti fjárlagaliður ríkisins. Þessi ævintýralegi vaxtakostnaður veikir getuna til að fjárfesta í grunnþjónustu fyrir fólkið í landinu til framtíðar. Því skiptir miklu að koma í veg fyrir að stór hluti útgjalda ríkisins fari í greiðslu vaxtagjalda. Við eigum að hafa metnað til þess að geta fjárfest kröftugt í þjónustu fyrir fólkið í landinu. Það er einfaldega ekki hægt þegar ríkið er alltaf rekið með halla og kostnaður af vaxtagjöldum er einn af stærri útgjaldaliðum ríkisins. Sanngjarnt auðlindagjald Viðreisn vill að þjóðin fái sanngjarna greiðslu fyrir nýtingu á sjávarauðlindinni. Þess vegna leggjum við fram breytingartillögu um að þau verði hækkuð. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um að veiðigjöld endurspegli markaðsvirði veiðiréttinda. Methagnaður hefur verið í sjávarútvegi en í fyrra nam hann um 65 milljörðum eftir skatta og gjöld. Markaðsvirði veiðiréttinda nú er um 6 milljörðum hærri en núverandi veiðigjöld. Viðreisn leggur til hækkun sem því nemur, um 6 milljarða. Kröftug fjárfesting í heilbrigðiskerfi Einn stærsti vandi heilbrigðiskerfisins er mönnunarvandi. Grundvöllur þess að gera bragarbót þar á, er að bæta kjör og aðstöðu starfsfólks. Það þarf að vera eftirsóknarvert að vinna í heilbrigðiskerfinu og Ísland verður að geta keppt við aðrar þjóðir um starfsfólk. Viðreisn vill bæta kjör kvennastétta í heilbrigðiskerfinu og að 6 milljörðum verði aukalega varið til heilbrigðiskerfisins. Með því getum við betur unnið á alvarlegri stöðu biðlista og minnkað álag á starfsfólk. Við leggjum fram tillögur um markvissar fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega með því að bæta þar hag kvennastétta. Viðbótarframlag til heilbrigðiskerfinu verði 6 milljarðar. Stuðningur við barnafjölskyldur Viðreisn leggur fram tillögur um að styðja við barnafjölskyldur í landinu. Barnafjölskyldurnar finna mjög fyrir verðbólgu og háum vöxtum. Þar er t.d. verið að horfa til þess hversu erfið staðan er hjá mörgum fyrstu kaupendum íbúða, sem keyptu þegar vextir voru sögulega lágir og finna núna harkalega fyrir vaxtahækkunum. Tillögur Viðreisnar eru aðstuðningur við barnafjölskyldur í formi vaxtabóta, húsnæðisbóta og barnabóta verði 7,5 milljarður. Þungt högg vegna áhrifa af verðbólgu og gríðarlega háum vöxtum hérlendis gerir að verkum að hér þarf að bregðast vði. Vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt á við nágrannalöndin, sem þó glíma við svipaða verðbólgu. Ástæðan er íslenska krónan. Ekki er hægt að ætlast til að almenningur axli einn þær byrðar sem af gjaldmiðlinum hlýst. Grænir skattar í þágu loftslagsmarkmiða Við viljum nýta græna skatta og hvata til að takast á við loftslagsvandann. Ísland á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum en enn er staðan sú hjá ríkisstjórninni að ágætum markmiðum fylgja hins vegar ekki aðgerðir. Aðgerðir og fjárfestingar þurfa að vera tímasettar, mælanlegar og fjármagnaðar. Öflugasta og skilvirkasta verkfæri stjórnvalda til að ná árangri hér eru hagrænir hvatar á borð við kolefnisgjald sem leggist á alla losun. Viðreisn leggur til að lögð verði á kolefnisgjöld á stóriðju, sem hingað til hefur verið undanþegin slíkum gjöldum þrátt fyrir að vera ein stærsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það mun auka tekjur ríkissjóðs um 13,5 milljarða. Þá leggur Viðreisn til að Íslandsbanki verði seldur að fullu á komandi ári og að aðferðin við sölu verði opin og gegnsæ. Söluandvirði verði varið til að greiða niður skuldir. Fjárlagafrumvarpið vanmetur verðmæti eignarhluta ríkisins um 13 milljarða, sé miðað við eigið fé bankans samkvæmt síðasta uppgjöri. Fjárlög sem þjóna hagsmunum almennings en ekki sérhagsmuna Með þessum markvissu skrefum Viðreisnar getur ríkisstjórnin dregið strax a úr halla ríkissjóðs og lækkað svimandi há vaxtagjöld ríkisins. Með sanngjarnari gjaldtöku í sjávarútvegi og grænum sköttum verða til tekjur sem hafa þýðingu fyrir reksturinn. Samhliða er hægt að fara í kröftugan stuðning við heilbrigðiskerfið og stuðning við þær fjölskyldur og einstaklinga sem hafa tekið á sig þyngstar byrðar í vaxtahækkunum undanfarið. Markmið Viðreisnar er að beita ríkisfjármálunum þannig að niðurstaðan verði samfélag sem við erum stolt af. Viðreisn vill að fjárlögin skili niðurstöðu í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar