Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Atli Arason skrifar 10. desember 2022 21:00 Oliver Giroud, markahæsti leikmaður í sögu Frakklands, skoraði sigurmarkið í kvöld. Getty Images Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. Oliver Giroud, leikmaður Frakka, átti fyrstu alvöru marktilraun leiksins á 11. mínútu en kollspyrna hans fór nokkurn veginn beint á Jordan Pickford í marki Englendinga sem gat gripið knöttinn. Stuttu síðar, eða á 17. mínútu barst boltinn til Aurélien Tchouaméni, leikmanns Frakka, sem átti skot langt fyrir utan vítateig Englendinga. Þrumuskot Tchouaméni fer á 108 km/klst hraða beint í vinstra markhornið framhjá Pickford, sem kom engum vörnum við. Eftir mark Frakka efldust Englendingar og áttu nokkur fín marktækifæri með Harry Kane fremstan í flokki. Á 25. mínútu keyrir Kane í átt að vítateig Frakka og Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, brýtur á Kane en ekkert dæmt. Eftir smá japl jaml og fuður og nánari skoðun í myndbandsdómgæslu herberginu var dómnum ekki haggað. Líklegasta niðurstaðan var sú að brotið hafi byrjað fyrir utan teig og því ekki hægt að snúa dómnum við og Englendingar inn á vellinum, sem og þeir fyrir framan skjáinn heima fyrir, alls ekki sáttir. Englendingarnir vita hvernig á að svara þegar þeim finnst á þeim brotið pic.twitter.com/DapRxQjpdA— Smári Jökull Jónsson (@smarijokull) December 10, 2022 Frakkar fóru því með eins marks forystu inn í leikhlé, 1-0. Englendingar komu dýrvitlausir út í síðari hálfleik en Jude Bellingham átti hörku marktilraun stuttu eftir að leikurinn hefst að nýju. Viðstöðulaust skot Bellingham fór á markramma Frakka en Hugo Lloris gerði stórkostlega vel með því að ná að slá knöttinn yfir markið. Þegar 52. mínútur eru liðnar af leiknum gerði markaskorarinn Tchouaméni sig sekan um slæm mistök þegar hann braut á Bukayo Saka, leikmanni Englands, innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Wilton Sampaio, dómari leiksins, var ekki í nokkrum vafa í þetta skipti og benti strax á punktinn. Harry Kane steig upp og skoraði af miklu öryggi en hann sendi liðsfélaga sinn hjá Tottenham, Hugo Lloris, í vitlaust horn. Kane var þar með að skora sitt 53. mark fyrir England og jafnaði um leið markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið. Jafnframt var Kane að skora sitt 17. mark úr þeim 20 vítaspyrnum sem hann hefur tekið fyrir England. Í kjölfarið rönkuðu Frakkar við sér og sóttu meira en áður sem varð að lokum til þess að Oliver Giroud kom Frökkum aftur yfir á 78. mínútu með kollspyrnu sem hafði viðkomu í Harry Maguire og fór þaðan í mark Englands. Einungis fimm mínútum eftir mark Frakklands fékk England dæmda aðra vítaspyrnu, í þetta sinn eftir að Theo Hernández keyrði inn í bakið á Mason Mount innan vítateigs. Harry Kane steig aftur á punktinn og gerði sig kláran í að taka sína 21. vítaspyrnu fyrir England. Hin örugga vítaskytta þrumaði boltanum hins vegar hátt yfir mark Frakka í þetta skipti og forysta heimsmeistarana var því áfram óhögguð. Englendingar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði því inn vildi boltinn ekki og Frakkar fögnuðu því 2-1 sigri. Frakkar fara áfram í undanúrslit þar sem hið spræka lið Marokkó verður mótherjinn. Harry Kane var niðurlútur í leikslok og þurfti aðstoð liðsfélaga sinna.Getty Images Frakkar fagna sætinu í undanúrslitunum eftir leikslok.Getty Images HM 2022 í Katar Frakkland England
Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. Oliver Giroud, leikmaður Frakka, átti fyrstu alvöru marktilraun leiksins á 11. mínútu en kollspyrna hans fór nokkurn veginn beint á Jordan Pickford í marki Englendinga sem gat gripið knöttinn. Stuttu síðar, eða á 17. mínútu barst boltinn til Aurélien Tchouaméni, leikmanns Frakka, sem átti skot langt fyrir utan vítateig Englendinga. Þrumuskot Tchouaméni fer á 108 km/klst hraða beint í vinstra markhornið framhjá Pickford, sem kom engum vörnum við. Eftir mark Frakka efldust Englendingar og áttu nokkur fín marktækifæri með Harry Kane fremstan í flokki. Á 25. mínútu keyrir Kane í átt að vítateig Frakka og Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, brýtur á Kane en ekkert dæmt. Eftir smá japl jaml og fuður og nánari skoðun í myndbandsdómgæslu herberginu var dómnum ekki haggað. Líklegasta niðurstaðan var sú að brotið hafi byrjað fyrir utan teig og því ekki hægt að snúa dómnum við og Englendingar inn á vellinum, sem og þeir fyrir framan skjáinn heima fyrir, alls ekki sáttir. Englendingarnir vita hvernig á að svara þegar þeim finnst á þeim brotið pic.twitter.com/DapRxQjpdA— Smári Jökull Jónsson (@smarijokull) December 10, 2022 Frakkar fóru því með eins marks forystu inn í leikhlé, 1-0. Englendingar komu dýrvitlausir út í síðari hálfleik en Jude Bellingham átti hörku marktilraun stuttu eftir að leikurinn hefst að nýju. Viðstöðulaust skot Bellingham fór á markramma Frakka en Hugo Lloris gerði stórkostlega vel með því að ná að slá knöttinn yfir markið. Þegar 52. mínútur eru liðnar af leiknum gerði markaskorarinn Tchouaméni sig sekan um slæm mistök þegar hann braut á Bukayo Saka, leikmanni Englands, innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Wilton Sampaio, dómari leiksins, var ekki í nokkrum vafa í þetta skipti og benti strax á punktinn. Harry Kane steig upp og skoraði af miklu öryggi en hann sendi liðsfélaga sinn hjá Tottenham, Hugo Lloris, í vitlaust horn. Kane var þar með að skora sitt 53. mark fyrir England og jafnaði um leið markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið. Jafnframt var Kane að skora sitt 17. mark úr þeim 20 vítaspyrnum sem hann hefur tekið fyrir England. Í kjölfarið rönkuðu Frakkar við sér og sóttu meira en áður sem varð að lokum til þess að Oliver Giroud kom Frökkum aftur yfir á 78. mínútu með kollspyrnu sem hafði viðkomu í Harry Maguire og fór þaðan í mark Englands. Einungis fimm mínútum eftir mark Frakklands fékk England dæmda aðra vítaspyrnu, í þetta sinn eftir að Theo Hernández keyrði inn í bakið á Mason Mount innan vítateigs. Harry Kane steig aftur á punktinn og gerði sig kláran í að taka sína 21. vítaspyrnu fyrir England. Hin örugga vítaskytta þrumaði boltanum hins vegar hátt yfir mark Frakka í þetta skipti og forysta heimsmeistarana var því áfram óhögguð. Englendingar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði því inn vildi boltinn ekki og Frakkar fögnuðu því 2-1 sigri. Frakkar fara áfram í undanúrslit þar sem hið spræka lið Marokkó verður mótherjinn. Harry Kane var niðurlútur í leikslok og þurfti aðstoð liðsfélaga sinna.Getty Images Frakkar fagna sætinu í undanúrslitunum eftir leikslok.Getty Images
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti