Sigur Króatíu sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2022 07:01 Króatar höfðu ærna ástæðu til að fagna í gær. Etsuo Hara/Getty Images Heimsmeistaramótið í Katar heldur áfram að koma á óvart og sigur Króatíu gegn Brasilíu í átta liða úrslitum í gær var sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Króatía og Brasilía áttust við í háspennuleik í átta liða úrslitum í gær þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma, en liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það Króatarnir sem reyndust sterkari og liðið því á leið í undanúrslit í annað skiptið í röð þar sem Argentína verður mótherjinn. Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur haldið vel utan um öll gögn á þessu heimsmeistaramóti eins og svo oft áður. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins var Brasilía sigurstranglegasta þjóðin áður en mótið hófst. Nú eru Brassar hins vegar úr leik og þjóðin þarf því að bíða enn lengur eftir sínum sjötta heimsmeistaratitli. Samkvæmt gögnum Gracenote átti Króatía aðeins 30,3 prósent möguleika á því að slá Brasilíu úr leik, sem gerir þetta að næst óvæntustu úrslitum í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Óvæntustu úrslit útsláttarkeppni HM frá upphafi komu árið 1994 þegar Búlgaría sló Þýskaland úr leik, en samkvæmt Gracenote voru aðeins 30 prósent líkur á því að það myndi gerast. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Gracenote á tíu óvæntustu úrslitum útsláttarkeppni HM frá upphafi. 1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur HM 2022 í Katar Króatía Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Króatía og Brasilía áttust við í háspennuleik í átta liða úrslitum í gær þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma, en liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það Króatarnir sem reyndust sterkari og liðið því á leið í undanúrslit í annað skiptið í röð þar sem Argentína verður mótherjinn. Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur haldið vel utan um öll gögn á þessu heimsmeistaramóti eins og svo oft áður. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins var Brasilía sigurstranglegasta þjóðin áður en mótið hófst. Nú eru Brassar hins vegar úr leik og þjóðin þarf því að bíða enn lengur eftir sínum sjötta heimsmeistaratitli. Samkvæmt gögnum Gracenote átti Króatía aðeins 30,3 prósent möguleika á því að slá Brasilíu úr leik, sem gerir þetta að næst óvæntustu úrslitum í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Óvæntustu úrslit útsláttarkeppni HM frá upphafi komu árið 1994 þegar Búlgaría sló Þýskaland úr leik, en samkvæmt Gracenote voru aðeins 30 prósent líkur á því að það myndi gerast. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Gracenote á tíu óvæntustu úrslitum útsláttarkeppni HM frá upphafi. 1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur
1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur
HM 2022 í Katar Króatía Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira