Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan:
Í verkum sínum reynir Anna Maggý alltaf að skilja eftir rými fyrir túlkun og upplifun áhorfandans en ákveðin dulúð einkennir þau hverju sinni. Hún stendur fyrir listasýningu í Gallerí Þulu í desember.
„Sýningin mín heitir Avoiding Death and Birth og titillinn kom bara einhvern veginn til mín. Mér finnst hann dálítið skemmtilegur því það eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja þannig að forðast það fannst mér svolítið skondið,“ segir Anna Maggý.
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.