Viktor Gísli kosinn efnilegasti markvörður heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 13:46 Viktor Gísli í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum. Viktor Gísli hefur farið mikinn með Nantes í Frakklandi undanfarnar vikur. Svo vel hefur hann spilað að stuðningsfólk þýska stórveldisins Kiel vill fá hann í sínar raðir. Viktor Gísli varð fyrir því óláni að meiðast lítillega á dögunum en ætti að vera orðinn góður þegar HM í handbolta hefst 12. janúar næstkomandi. Handball Planet byggir einkunnagjöf sína á kosningu sem og stigagjöf dómara. Viktor Gísli var töluvert á eftir Abdelrahman Mohamed sem leikur með Al Ahly í Egyptalandi en dómnefnd Handball Planet var einróma í ákvörðun sinni. Viktor Gísli var talinn bestur og fékk fyrir það átta stig ásamt því að fá þrjú stig fyrir að vera í öðru sæti yfir fjölda atkvæða. Viktor Gísli fékk því samtals 11 stig og endaði fyrir ofan Mohamed sem endaði með 10 stig, fimm fyrir að vinna kosninguna og fimm frá dómnefnd. Þar á eftir komu Dominik Kuzmanović sem spilar með RK Nexe í Króatíu og Miljan Vujovic sem spilar með Stuttgart í Þýskalandi. Stigin 11 sem Viktor Gísli fékk gera það að verkum að hann endaði í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn heims. Sá efnilegasti að þessu sinni er sænska skyttan í liði Kiel, Eric Johannsson. Þar á eftir kom Portúgalinn Francisco Mota en hann spilar hægra horn hjá Sporting í heimalandinu. Pure talent who played a major role in @HSI_Iceland 's fantastic journey Viktor Hallgrimsson is your All-star Team Goalkeeper #ehfeuro2022 pic.twitter.com/ViVhO5gi07— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 Ekki amalegt fyrir hinn 22 ára gamla Viktor Gísla að landa slíkum verðlaunum í aðdraganda HM. Nú er bara að staðfesta endanlega fyrir umheiminum hversu góður hann er með góðri frammistöðu á HM. Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Viktor Gísli hefur farið mikinn með Nantes í Frakklandi undanfarnar vikur. Svo vel hefur hann spilað að stuðningsfólk þýska stórveldisins Kiel vill fá hann í sínar raðir. Viktor Gísli varð fyrir því óláni að meiðast lítillega á dögunum en ætti að vera orðinn góður þegar HM í handbolta hefst 12. janúar næstkomandi. Handball Planet byggir einkunnagjöf sína á kosningu sem og stigagjöf dómara. Viktor Gísli var töluvert á eftir Abdelrahman Mohamed sem leikur með Al Ahly í Egyptalandi en dómnefnd Handball Planet var einróma í ákvörðun sinni. Viktor Gísli var talinn bestur og fékk fyrir það átta stig ásamt því að fá þrjú stig fyrir að vera í öðru sæti yfir fjölda atkvæða. Viktor Gísli fékk því samtals 11 stig og endaði fyrir ofan Mohamed sem endaði með 10 stig, fimm fyrir að vinna kosninguna og fimm frá dómnefnd. Þar á eftir komu Dominik Kuzmanović sem spilar með RK Nexe í Króatíu og Miljan Vujovic sem spilar með Stuttgart í Þýskalandi. Stigin 11 sem Viktor Gísli fékk gera það að verkum að hann endaði í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn heims. Sá efnilegasti að þessu sinni er sænska skyttan í liði Kiel, Eric Johannsson. Þar á eftir kom Portúgalinn Francisco Mota en hann spilar hægra horn hjá Sporting í heimalandinu. Pure talent who played a major role in @HSI_Iceland 's fantastic journey Viktor Hallgrimsson is your All-star Team Goalkeeper #ehfeuro2022 pic.twitter.com/ViVhO5gi07— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 Ekki amalegt fyrir hinn 22 ára gamla Viktor Gísla að landa slíkum verðlaunum í aðdraganda HM. Nú er bara að staðfesta endanlega fyrir umheiminum hversu góður hann er með góðri frammistöðu á HM.
Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira