Ronaldo myndi elska það að sjá Pep, Carlo eða Jose taka við landsliði Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 09:01 Ronaldo Nazario var í aðalhlutverki þegar Brassarnir urðu síðast heimsmeistarar fyrir tuttugu árum síðan. Getty/Buda Mendes Einn besti knattspyrnumaðurinn í sögu Brasilíu tekur vel í orðróma um að næsti landsliðsþjálfari Brassa gæti orðið einn af stóru þjálfurunum í Evrópu. Brasilíumenn féllu óvænt út úr átta liða úrslitunum á HM í Katar eftir að flestir bjuggust við að þeir færu alla leið. Brasilíska landsliðið náði ekki að klár seigt lið Króata og tapaði á endanum í vítakeppni. Eftir leikinn þá sagði landsliðsþjálfarinn Tite starfi sínu lausu. Nú síðast bárust fréttir af því að brasilíska knattspyrnusambandið hafði áhuga á að fá menn eins og Pep Guardiola, Carlo Ancelotti eða Jose Mourinho til að þjálfar brasilíska landsliðið fyrir HM í Ameríku 2026. Ronaldo Luís Nazário, best þekktur sem Ronaldo, skorað á sínum tíma 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af átta þeirra á HM 2002 þegar hann varð markakóngur og Brasilíumenn unnu síðasta heimsmeistaratitil sinn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Ronaldo fékk Gullboltann tvisvar sinnum á ferlinum áður en meiðsli fóru illa með hann en hann er einn sá hæfileikaríkasti sem hefur sést á fótboltavellinum. Ronaldo var í Katar og mikið í mynd á leikjum Brassana. Hann fylgist vel með liðinu og fagnar fréttum af metnaðarfullri ráðningu brasilíska sambandsins. „Þetta eru ótrúleg nöfn að mínu mati. Ég myndi elska það að sjá menn eins og Guardiola, Ancelotti eða Mourinho verða landsliðsþjálfari Brasilíu,“ sagði Ronaldo við BBC. „Ég yrði mjög sáttur með það en það er ekki ég sem vel næsta þjálfara. Við verðum því að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Ronaldo. Tite tók við landsliðinu af Dunga í september 2016 og stýrði því í sex ár. Undir hans stjórn vann Brasilía 61 af 81 leik og tapaði aðeins sjö. Frá því að Luiz Felipe Scolari gerði Brassa að heimsmeisturum 2002 hafa þeir skipt sjö sinnum um landsliðsþjálfara þar af tók Scolari aftur við liðinu frá 2013 til 2014. HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Sjá meira
Brasilíumenn féllu óvænt út úr átta liða úrslitunum á HM í Katar eftir að flestir bjuggust við að þeir færu alla leið. Brasilíska landsliðið náði ekki að klár seigt lið Króata og tapaði á endanum í vítakeppni. Eftir leikinn þá sagði landsliðsþjálfarinn Tite starfi sínu lausu. Nú síðast bárust fréttir af því að brasilíska knattspyrnusambandið hafði áhuga á að fá menn eins og Pep Guardiola, Carlo Ancelotti eða Jose Mourinho til að þjálfar brasilíska landsliðið fyrir HM í Ameríku 2026. Ronaldo Luís Nazário, best þekktur sem Ronaldo, skorað á sínum tíma 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af átta þeirra á HM 2002 þegar hann varð markakóngur og Brasilíumenn unnu síðasta heimsmeistaratitil sinn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Ronaldo fékk Gullboltann tvisvar sinnum á ferlinum áður en meiðsli fóru illa með hann en hann er einn sá hæfileikaríkasti sem hefur sést á fótboltavellinum. Ronaldo var í Katar og mikið í mynd á leikjum Brassana. Hann fylgist vel með liðinu og fagnar fréttum af metnaðarfullri ráðningu brasilíska sambandsins. „Þetta eru ótrúleg nöfn að mínu mati. Ég myndi elska það að sjá menn eins og Guardiola, Ancelotti eða Mourinho verða landsliðsþjálfari Brasilíu,“ sagði Ronaldo við BBC. „Ég yrði mjög sáttur með það en það er ekki ég sem vel næsta þjálfara. Við verðum því að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Ronaldo. Tite tók við landsliðinu af Dunga í september 2016 og stýrði því í sex ár. Undir hans stjórn vann Brasilía 61 af 81 leik og tapaði aðeins sjö. Frá því að Luiz Felipe Scolari gerði Brassa að heimsmeisturum 2002 hafa þeir skipt sjö sinnum um landsliðsþjálfara þar af tók Scolari aftur við liðinu frá 2013 til 2014.
HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Sjá meira