„Nafnið á einkasýningu minni í Vín var De Venus ist gelandet eða Venus er lentur, sem er nokkurs konar yfirlýsing. Gyðjan Venus er gyðja ástar, fegurðar, þrárinnar, kynorkunnar, frjóseminnar, velmegunar og sigurs.
Svo yfirlýsing sýningarinnar er að nú sé kynþokkafulli listamaðurinn og sendiboðinn lentur í Vín til að sá fræjum sínum yfir Vínarborg.
Hún er líka yfirlýsing til mín að nú sé ég tilbúinn í hlutverkið besti málari Evrópu.“
Myndband af Snorra að spila á píanó í bústað sendiherra Íslands í Austurríki vakti mikla athygli í haust en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
„Ég er löngu búinn að sanna að ég sé besti píanóleikari Evrópu og víðar og ég var einmitt með píanó performance á sýningunni,“
segir Snorri og bætir við að dvölin í Vín hafi verið mjög góð. „Ég er afar ánægður með myndlistarsýninguna en hún fæddist í Vín þar sem ég hef verið gestalistamaður í vinnustofu Jakobs Veigars Sigurðssonar.
Hér er ég að koma út úr skápnum með alveg ný málverk sem urðu til hér í Vín út frá frá innblæstri sem ég hef orðið fyrir hér.“

Eitt þessara málverka frá Snorra er nú til sýnis á árlegri samsýningu Portfólíó gallerí á Hverfisgötu 71. Sýningin stendur til 30. desember næstkomandi.