Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 19:17 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn. Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn.
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48