Bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Zürich Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2022 09:11 Svissneska flugfélagið Edelweiss mun fljúga til Akureyrar í sumar. Mynd/Edelweiss Svissneska flugfélagið Edelweiss Air mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zürich í Sviss yfir sjö vikna tímabil næstkomandi sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Flogið verður á föstudögskvöldum til Akureyrar og svo strax til baka til Zürich í næturflugi. Edelweiss hefur hingað til flogið til Keflavíkur og hefur í vetur boðið á vetrarflug til Íslands frá Sviss. Í tilkynningunni segir að mögulegt verði að bóka sér flug frá báðum flugvöllum í sömu bókun, þannig að komið sé til Akureyrar og farið heim frá Keflavík eða öfugt. Auk þess býðst Íslendingum sá möguleiki að fljúga beint til Sviss frá Akureyri. Þetta fyrsta sumar verða ferðir í boði á sjö vikna tímabili, frá 7. júlí til 18. ágúst. Félagið stefnir að því að lengja tímabilið árið 2024 í fjóra mánuði, að því er fram kemur í tilkynningunni. Félagið flýgur með farþega til og frá Akureyrarflugvelli næsta sumar í Airbus A320 þotu sem tekur allt að 174 farþega í sæti. „Ísland er einn af þeim áfangastöðum sem eru hvað vinsælastir yfir sumarið hjá Svisslendingum. Við höfum boðið upp á áætlunarflug til Keflavíkur með góðum árangri síðustu tvö ár og sjáum fjölda farþega skoða allt landið yfir sumartímann, og þeir sýna náttúru Norðurlands sérstakan áhuga. Með því að bjóða upp á beint flug til Norðurlands vonumst við til þess að geta boðið ferðalöngum frá Sviss upp á enn auðveldari leið til að komast á Norðurland,“ er haft eftir forsvarsmönnum Edelweiss í tilkynningunni. Markvisst hefur verið unnið að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll undanfarin ár. Þetta hefur skilað sér í auknu millilandaflugi um flugvöllinn síðustu árin. Norðlenska flugfélagið Niceair gerir út frá Akureyrarflugvelli, auk þess sem að næsta sumar mun þýska flugfélagið Condor bjóða upp á flug á milli Þýskalands og Akureyrar. Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Sviss Tengdar fréttir Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Flogið verður á föstudögskvöldum til Akureyrar og svo strax til baka til Zürich í næturflugi. Edelweiss hefur hingað til flogið til Keflavíkur og hefur í vetur boðið á vetrarflug til Íslands frá Sviss. Í tilkynningunni segir að mögulegt verði að bóka sér flug frá báðum flugvöllum í sömu bókun, þannig að komið sé til Akureyrar og farið heim frá Keflavík eða öfugt. Auk þess býðst Íslendingum sá möguleiki að fljúga beint til Sviss frá Akureyri. Þetta fyrsta sumar verða ferðir í boði á sjö vikna tímabili, frá 7. júlí til 18. ágúst. Félagið stefnir að því að lengja tímabilið árið 2024 í fjóra mánuði, að því er fram kemur í tilkynningunni. Félagið flýgur með farþega til og frá Akureyrarflugvelli næsta sumar í Airbus A320 þotu sem tekur allt að 174 farþega í sæti. „Ísland er einn af þeim áfangastöðum sem eru hvað vinsælastir yfir sumarið hjá Svisslendingum. Við höfum boðið upp á áætlunarflug til Keflavíkur með góðum árangri síðustu tvö ár og sjáum fjölda farþega skoða allt landið yfir sumartímann, og þeir sýna náttúru Norðurlands sérstakan áhuga. Með því að bjóða upp á beint flug til Norðurlands vonumst við til þess að geta boðið ferðalöngum frá Sviss upp á enn auðveldari leið til að komast á Norðurland,“ er haft eftir forsvarsmönnum Edelweiss í tilkynningunni. Markvisst hefur verið unnið að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll undanfarin ár. Þetta hefur skilað sér í auknu millilandaflugi um flugvöllinn síðustu árin. Norðlenska flugfélagið Niceair gerir út frá Akureyrarflugvelli, auk þess sem að næsta sumar mun þýska flugfélagið Condor bjóða upp á flug á milli Þýskalands og Akureyrar.
Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Sviss Tengdar fréttir Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48
Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56
Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01
Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00