Lífið samstarf

Snyrtivörur í jólagjöf slá alltaf í gegn

Danól
Spennandi harðir pakkar slá alltaf í gegn.
Spennandi harðir pakkar slá alltaf í gegn.

„Harðir pakkar eru langskemmtilegastir og sérstaklega þeir sem innihalda snyrtivörur, þær slá alltaf í gegn,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri Danól.

„Snyrti- og húðvörur eru líka eitthvað sem allir nota og því til dæmis frábær gjöf handa þeim sem þú veist ekkert hvað þú átt að gefa. Oft er fólk í vandræðum með hvað á að gefa unglingum og þá er sturtusápa og svitalyktareyðir tilvalin gjöf. Við eigum mikið úrval af flottum gjafakössum og úrvalið hentar öllum; sjampókassar, maskakassar, naglalakkskassar, kassar sem innihalda maskara og gloss eða nætur- og dagkrem plús serum.“

„Gjafakassarnir eru á góðu verði og ef fólk vantar vörur fyrir sig sjálft er gott trix að kaupa gjafakassa handa sjálfum sér. Til dæmis ef þú þarft að endurnýja maskarann er ódýrara að kaupa gjafakassa því þá fylgir augnfarðahreinsir með.“

Fólk hugsar miklu meira og betur um húðina í dag og við finnum fyrir miklum áhuga enda veitir ekki af að næra húðina vel í þessum kulda. Við eigum margar góðar vörur sem endurnýja húðina og djúpnæra hana vel. Þetta verða algjör dekurjól.

Snyrtivörukassarnir okkar fást á flestöllum sölustöðum snyrtivara á landinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×