Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2022 21:00 Börnin fóru sum hver í margar verslanir í leit að drykknum. vísir Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand. Öngþveiti skapaðist í Krónunni þegar Prime var settur í sölu síðdegis í gær. Drykkur sem allir krakkar á Tiktok vita af en við sem eldri erum botnum ekkert í. Prime líkist Poweraid og er markaðssettur á samfélagsmiðlinum en drykkurinn er framleiddur af stórstjörnum á forritinu. Varan er svo fræg að lag hefur verið samið um hana. Drykkurinn seldist upp á nokkrum klukkustundum í Krónunni. Í hádeginu greindi N1 frá því að drykkurinn væri til hjá þeim og nokkrum mínútum seinna í miðju viðtali við Jón Viðar Stefánsson, forstöðumann verslanasviðs hjá N1, hlupu fyrstu viðskiptavinirnir móðir á svæðið. Eruð þið að leita að Prime strákar? „Já, ég keypti áðan.“ Þeir segjast ferðast með strætó á milli búða í leit að drykknum. „Við erum búin að gera það, við fórum í Krónuna áðan en það var ekki til. Já og ég fór í morgun og það kláraðist á svona tuttugu mínútum.“ Og svo bættist hratt í hópinn. Sumir í þriðju ferð dagsins í leit að drykknum. Af hverju er þetta svona vinsælt? Það eru frægir gaurar sem gerðu þetta held ég. Ætliði bara að kaupa eina? „Nei tvær.“ Undanfarið hefur drykkurinn verið seldur á hálfgerðum svörtum markaði á Tiktok og eru dæmi um að börn hér á landi hafi boðið þrjú þúsund krónur í skiptum fyrir eina flösku. Þið eru svolítið móðir, hlupuð þið? „Já,“ segja Halldór og Kristján. Þeir segjast ekki vita hvers vegna drykkurinn sé svona vinsæll en ætla að taka tvö stykki hvor. Auka flöskur í sölu í Mosfellsbæ í morgun þar sem löng röð myndaðist fyrir opnun. „Klukkan var eina mínútu í níu og við hugsuðum með okkur: Það er kalt úti og allir að bíða, hleypum þeim inn. Og já það var bara brjálað að gera hjá okkur,“ segir María Guðrún Jósepsdóttir, verslunarstjóri hjá Krónunni Mosfellsbæ. Þrjátíu og fimm mínútum eftir opnun voru drykkirnir búnir. Hún segist aldrei hafa séð annað eins ástand. Hún segir að í allan dag hafi inn í búðina streymt börn í leit að drykknum og á meðan að við vorum í búðinni rákumst við á þyrstan hóp barna. „Við erum að leita að Prime,“ sögðu börnin. Og finnið þið drykkinn ekki? „Nei hann seldist upp á 30 mínútum.“ Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan. Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Krakkar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Öngþveiti skapaðist í Krónunni þegar Prime var settur í sölu síðdegis í gær. Drykkur sem allir krakkar á Tiktok vita af en við sem eldri erum botnum ekkert í. Prime líkist Poweraid og er markaðssettur á samfélagsmiðlinum en drykkurinn er framleiddur af stórstjörnum á forritinu. Varan er svo fræg að lag hefur verið samið um hana. Drykkurinn seldist upp á nokkrum klukkustundum í Krónunni. Í hádeginu greindi N1 frá því að drykkurinn væri til hjá þeim og nokkrum mínútum seinna í miðju viðtali við Jón Viðar Stefánsson, forstöðumann verslanasviðs hjá N1, hlupu fyrstu viðskiptavinirnir móðir á svæðið. Eruð þið að leita að Prime strákar? „Já, ég keypti áðan.“ Þeir segjast ferðast með strætó á milli búða í leit að drykknum. „Við erum búin að gera það, við fórum í Krónuna áðan en það var ekki til. Já og ég fór í morgun og það kláraðist á svona tuttugu mínútum.“ Og svo bættist hratt í hópinn. Sumir í þriðju ferð dagsins í leit að drykknum. Af hverju er þetta svona vinsælt? Það eru frægir gaurar sem gerðu þetta held ég. Ætliði bara að kaupa eina? „Nei tvær.“ Undanfarið hefur drykkurinn verið seldur á hálfgerðum svörtum markaði á Tiktok og eru dæmi um að börn hér á landi hafi boðið þrjú þúsund krónur í skiptum fyrir eina flösku. Þið eru svolítið móðir, hlupuð þið? „Já,“ segja Halldór og Kristján. Þeir segjast ekki vita hvers vegna drykkurinn sé svona vinsæll en ætla að taka tvö stykki hvor. Auka flöskur í sölu í Mosfellsbæ í morgun þar sem löng röð myndaðist fyrir opnun. „Klukkan var eina mínútu í níu og við hugsuðum með okkur: Það er kalt úti og allir að bíða, hleypum þeim inn. Og já það var bara brjálað að gera hjá okkur,“ segir María Guðrún Jósepsdóttir, verslunarstjóri hjá Krónunni Mosfellsbæ. Þrjátíu og fimm mínútum eftir opnun voru drykkirnir búnir. Hún segist aldrei hafa séð annað eins ástand. Hún segir að í allan dag hafi inn í búðina streymt börn í leit að drykknum og á meðan að við vorum í búðinni rákumst við á þyrstan hóp barna. „Við erum að leita að Prime,“ sögðu börnin. Og finnið þið drykkinn ekki? „Nei hann seldist upp á 30 mínútum.“ Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan.
Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Krakkar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira