Innlent

Sterkur skjálfti mældist í Kötlu

Árni Sæberg skrifar
Skjálftinn varð í norðanverðri Kötluöskju.
Skjálftinn varð í norðanverðri Kötluöskju. Vísir/Vilhelm

Rétt upp úr klukkan ellefu mældist skjálfti af stærðinni 3,8 í norðanverðri Kötluöskju. Ein tilkynning hefur borist um að skjálftinn hafi fundist í Drangshlíðardal.

Þetta segir í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Þar segir jafnfram að skjálftar af svipaðri stærð verði öðru hvoru í Mýrdalsjökli, nú síðast 22. nóvember síðastliðinn. 

Engin frekari merki um jarðvirkni sjáist á mælum Veðurstofunnar.

Hér ber að líta áhrifakort (ShakeMap) gert á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×