Martínez varði frábærlega frá Randal Kolo Muani í uppbótartíma framlengingarinnar og svo spyrnu Kingsleys Coman í vítakeppninni. Hann var svo valinn besti markvörður HM eftir leikinn og lék sér á athyglisverðan hátt með verðlaunagripinn.
Martínez hélt áfram að vera með dólg inni í búningsklefa þar sem Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum.
Áður en hann hóf að stýra fögnuðinum ákvað hann að strá salti í sár Frakka. „Höfum mínútu þögn fyrir Mbappé sem er allur,“ sagði Martínez um Kylian Mbappé sem skoraði þrennu í leiknum. Hann varð þar með annar leikmaðurinn til að skora þrjú mörk í úrslitaleik HM á eftir Geoff Hurst sem afrekaði það þegar England vann Vestur-Þýskaland, 4-2, fyrir 56 árum.
"A minute of silence for ... Mbappe!"
— ESPN FC (@ESPNFC) December 18, 2022
Emiliano Martinez during Argentina's dressing room celebration.
(via nicolasotamendi30/Instagram) pic.twitter.com/dwm3IrUNWG
Aðeins eitt og hálft ár er síðan Martínez lék sinn fyrsta landsleik. Síðan þá hefur hann hjálpað Argentínumönnum að vinna Suður-Ameríkukeppnina og HM.
Argentina since @EmiMartinezz1 made his international debut on June 3, 2021:
— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 18, 2022
2021 Copa América winners
2022 Finalissima winners
2022 World Cup winners
We are so proud of you, Emi. pic.twitter.com/AUDmLBTSd8
Martínez leikur með Aston Villa sem fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla.